fimmtudagur, apríl 15, 2004

Með brunarústir á öklanum

Ég á voða bágt í dag. Ég skaðbrann í gær, bara á öklanum. Vonandi finnst einhverjum þetta fyndið því það finnst mér ekki, reyndar er ég alveg farin að hafa húmor fyrir þessu. Þannig er mál með vextu að ég fór á ströndina í gær og já ekki vildi betur til en ég brann á ÖKLANUM. Þið kannski veltið fyrir ykkur hvernig hægt er að brenna bara á einum stað á líkamanum. Sko, ég fór á ströndina og lág í sólbaði svo þegar mér fannst nóg komið ætlaði ég að fara heim kom Barbara og ég ákvað liggja þarna aðeins með henni, en nennti ekki aftur úr fötunum (en einhvern vegin hafa buxurnar fokið eitthvað upp um mig í rokinu, já þarna síðast var eiginlega bara mjög hvasst, og ég get svo svarið það að ég er enn með sand í munninum).Jæja núna er Jóna að koma á morgunn og ég ætti eiginlega að fara laga til, ekki það að hún sé svo mikil pjattrófa heldur koma 2 sambýlingar mínir heim á föstudaginn og það var eiginlega búið að ákveða að það ætti allt að vera rosa sleikt og fínt þegar þau kæmu, þau voru nefnilega alls ekki að laga til eftir sig þegar þau fóru, einn skildi meira að segja eftir sig kex og te á stofuborðinu, bara rétt eins og hann hafi bara skroppið út í búð.Ég komst samt að einu í gær. Bandaríkjamenn eru háværasta þjóð í heimi, oft hafa spánverjarnir farið í taugarnar á mér fyrir kjaftagangi og hávaða en ég held að hugsanlega toppi bandaríkjamennirnir þá. Það var bara enginn svefnfriður á ströndinni í gær, kannski bara eins gott ef ég hugsa um ástandið á öklanum á mér í dag.Já spánverjar eru háværir. Ég minntist aðeins á kaffistofuna í skólanum, það er nú kannski ekkert skrýtið að það sé hávaði og læti þar, ég meina það er nú seldur bjór þar (ég er ekki ennþá byrjuð að skilja afhverju? Getur þetta fólk ekki drukkið VATN, ef það er þyrst?) og sumir á þessari kaffistofu eru duglegri en aðrir í hassinu. (hvað get ég sagt þetta er nú einu sinni heimspekideild, fólki finndist það skýra ýmislegt á Íslandi, en verst er að hérna er þetta ekkert betra í viðskiptafræðinni eða læknisfræðinni). Eitt mitt stærsta menningarsjokk þegar ég kom hingað var þegar ég áttaði mig á því að hér er reykt hass allstaðar (þ.e. ef þú hefur áhuga), það er kannski spurning um löggustöðina, en..................... ég hef ekki frétt af því að einhver hafi verið tekinn fyrir hassneyslu úti á götu. Merkilegt.

Engin ummæli: