sunnudagur, apríl 18, 2004

Til Elísu

Jæja jæja þá er Jóna komin í heimsókn til mín og því er ég búin að vera sérstaklega upptekin við að dandalast, og þess vegna hef ég ekki getað bloggað (sorry). Við tókum nokkuð vel á því á fimmtudags”kvöldið”. Þetta var eiginlega stórfurðulegt djamm. Við byrjuðum heima hjá mér, það var einum og langt heim til hennar, síðan fórum við í Carmen (sem er gamli bærinn þarsem en mjög inn að djamma), fórum uppáhalds staðinn minn, sem var tómur, aldrei þessu vant, ég hef aldrei séð svona fátt fólk þarna, samt ílengtumst við í rúma 2 tíma, að kjafta. Enn var “kvöldið” ekki búið svo við ákváðum að fara á enn annann bar, sem var reyndar pakkaður, og tókum örsmátt úrtak á veitingum staðarinns. Það fyndnasta við þetta kvöld er enn eftir, þegar við komum útaf þessum stað þá hittum við breta, yessss loksins einhver sem getur talað við Jónu, hugsa ég, spánverjar eru ekki miklir enskumenn og lítið af vinum mínum úr skólanum heima, jæja við spjöllum við þennann sták og haldiði ekki að við endum ekki með honum á stað fyrir samkynhneigða, og ekkert okkar er samkynhneigt (svo vitað sé). Jóna var ekki alveg sátt við að vera fara á hommabar, en mér var nokk sama, en þetta VAR mjög athyglisverð reynsla, þarsem ég hef aldrei komið inn á svona stað áður, ég get ekki sagt ykkur að þetta sé svona á öllum svona stöðum, en það var bara eitt klósett (þ.e. ekki eitt stykki, heldur labbaði maður framhjá strákunum við sprænuskálarnar til að komast á klósett með hurð fyrir). Um hálf átta skiluðu gellurnar sér heim, eftir að hafa þurft á veifa leigubíl í rigningunni. Síðan var rumskað um tvö, þrjúleitið, Svanlaug á undan Jónu og svo var ákveðið að halda áfram að leggja sig vegna gífurlegrar þreytu. Loks var farið á fætur um sexleitið og skroppið út í búð og versla og eldað og síðan var aftur farið á djammið en auðvitað ekki fyrr en búið var að borða matinn sem eldaður var og smakka grappað sem Diego kom með frá Ítalíu, einmitt þennann dag..Dagurinn í dag er búinn að vera alger letidagur þarsem við vöknuðum og fórum svo að flatmaga á ströndinni.

Engin ummæli: