Snökkt snökkt, grát grát. Barn nágranna míns er að læra á hljóðfæri, held það sé klarinett. Núna síðustu daga hefur það verið að æfa sig, leitt að barn þetta skuli ekki hafa tónlistarhæfileika, það fer nú samt skánandi, en akúrat núna er það að spila Óðinn til gleðinnar, um daginn spilaði það Do Re Mí (úr söngvaseið) og áðan var það að spila Janúar, Febrúar-lagið. Stundum vildi ég að ég væri heyrnarlaus.En við megum víst bara þakka fyrir að fólkið í íbúðinni við hliðina á okkar í næsta stigagangi er ekki að hafa samfarir. Á sunnudegi fyrir svona 2-3 vikum kom Barbara á flótta út úr herberginu sínu inn í stofu, þá komu þessi rosalegu öskur í gegnum vegginn í herberginu hennar þar sem hún hafði verið að læra. Öskurinn voru svo rosaleg (og í öllum hugsanlegum tóntegundum) að það hvarflaði að okkur að það væri verið að myrða einhvern þarna inni,(ég meina það veggirnir hér eru úr pappír) við vorum í alvörunni að hugsa um að hringja í lögguna en svo heyrðist “Sí, sí!” og við ákváðum að þetta væri ekki mál fyrir lögguna og flúðum yfir í hinn enda íbúðarinnar. En við erum alveg á því að svona fólk eigi að búa í einbýlishúsi útí sveit. Sem betur fer höfum við ekki hugmynd um hverjir búa þarna.
þriðjudagur, apríl 06, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli