miðvikudagur, apríl 28, 2004

Dularfullt sms-a misferli

Jæja þriðji dagur í kvefi og veikindum. Hvernig er hægt að hafa kvef og hita í næstum þrjátíu stiga hita???? Held að það þurfi dálitla lagni til.Ein spurning: Eru ekki allir komnir með nóg af Beckham? Ég sá í mogganum áðan að það hafi átt að vera list að horfa á hann sofandi en ég verð að viðurkenna að ég er orðin svoltið þreytt á honum. Þar sem ég ER á Spáni þá er ég búin að fá beint í æð allt vesenið með aðstoðarmanneskjuna sem aðstoðaði hann of mikið. En vitiði hvað? Það er eitt sem ég hef pælt mikið í. HVERNIG í ósköpunum náðu blöðin í sms-in sem eiga að hafa farið þeirra á milli? Og hvernig í ósköpunum stendur á að þau eru enn til? Ég veit ekki hverskonar pláss er í símunum þeirra en...........ég á ekki svona mörg gömul sms síðan í október, en jæja en kannski ef.................Við Brabra erum búnar að skemmta okkur mikið yfir þessu öllu saman, Brabra hafði mjög gaman af sms-unum og las þau upphátt fyrir alla sem komu í heimsókn til okkar (reyndar fannst mér þau aldrei neitt sérstaklega sannfærandi, eiginlega of klúr til að geta verið sönn).en jæja þetta er búið að vera í öllum blöðum og er orðið svoltið gamalt en mér finnst alveg merkilegt að við skulum vita svona mikið um eina manneskju sem við höfum ekki einu sinni séð með berum augum, en vitum hins vegar hvernig er í rúminu (ég veit ekki hvort það var sýnt á Íslandi en einn daginn var sama viðtalið við “aðstoðar”konuna sýnt á klukkutímafresti, ég held að á endanum hafi ég verið búin að sjá það allt).Ég hef reyndar mikið pælt í því hvort það sé nokkuð í lagi með þessa “aðstoðar”konu þarna. Viðurkennirðu í alvöru í blöðunum að hafa átt í sambandi við giftann mann? Þótt að það sé reyndar mín skoðun að viðhaldið sé nú sjaldnast sökudólgurinn í svoleiðis “samböndum”,( reyndar finnst mér alltaf svoltið heimskulegt þegar konur eru að tala um helvítins drusluna sem stal manninum þeirra. Hvað með manninn sem sem þær giftust sem er svo með viðhald líka? ) En svo við tölum meira um Rebeccu (mig minnir að hún heiti það) Og ferðu svo í sjónvarpið og segir frá því hvernig hann var í rúminu? Í alvöru? (og hverjum datt í hug að spurja?) Kom það henni virkilega á óvart að hún gæti ekki keppt við áralangt samband? Og er það ekki vitað mál að þú ert bara sjálfri þér verst ef þú ert með giftum manni? Æi greyið að það skuli vanta svona marga kafla í bókina í hausnum á henni, og ég ætla rétt að vona að henni líði betur eftir að hafa sagt frá þessu, því ég ætla rétt að vona að þetta hafi ekki verið athyglisýki hjá henni eða peningagræðgi. Hins vegar hef ég grun um að hún hafi bara verið að hefna sín á honum fyrir að dömpa henni (þótt mér skiljist að Viktoría hafi gert það fyrir hann).By the way stelpur þá er ég búin að breyta vinum og vandamönnum, bara fyrir ykkur, en ég verð að viðurkenna að það var smá púki í mér þegar ég skrifaði um ykkur Unufells"druslurnar"

Engin ummæli: