Jæja núna er Jóna komin heim til sín, vona ég. Og ég búin að fara í skólann. Humm, voðalega er ég andlaus í dag, ætli ekki sé um að kenna fyrirlestri þriggja tíma fyrirlestri í teatro latinoamericano, fyrsti dagurinn í skólanum eftir frí er alltaf erfiðastur, og svo vaknaði ég líka með Jónu í morgunn uppúr sex til að koma henni í lestina.Annars varð ég hálf orðlaus í gærkvöldi. Ég frétti nefnilega að tveir “vinir” mínir séu búnir vera halda einhvern lista um stelpur sem þá langar að vera með (svona einhverskonar skorlista) og jafnframt hafa þeir verið að gefa einkunnir. Mín spurning er bara: Eiga menn ekki að vera vaxnir upp úr svona vitleysu um tvítugt? Mig rámar í eitthvað svona úr barnaskóla en.........................
miðvikudagur, apríl 21, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli