Jæja nú er hún Aude, franska sambýliskona mín, farin til Frakklands í páskafrí, svo ég get ekki hneygslast á henni næstu 10 dagana, ég verð bara að finna mér eitthvað annað.Annars var ég að skoða Moggann áðan á netinu. Það er alveg hreint merkilegt hvað kemst í fréttir á íslandi, stundum finnst mér bara hreinlega að íslenskir fréttamenn ættu bara skrifa “ekkert í fréttum”. Til dæmis var lítil frétt um það að drengur í Bandaríkjunum hafi unnið einhverja spurningakeppni af því að hann vissi hvaða land var milli Grænlandssunds og Noregshafs, reyndar var það sett þannig fram í fréttini að kunnátta drengsins í íslandsögu hafi tryggt honum sigurinn, því einnig kom fram í spurnigunni “sem hefur bæði verið undir stjórn Noregs og Danmerkur. Kjaftæði!!!! Ég veit að Ísland hefur verið undir stjórn beggja landa en það er ekki séns að það hafi verið það sem sagði honum að Ísland væri svarið við spurningunni. (ég held það hafi verið staðsetningin)Það er náttúrulega bara mjög gott að ekki skuli vera neitt í fréttum á íslandi, ég varð bara að minnast á þetta. Þetta er kostur að þurfa ekki að horfa eða lesa fréttir um morð og sprengingar og viðbjóð á hverjum degi, fyrir utan ‘Ísrael, Palestínu, Írak og já Spán. Já hér á Spáni finnst mér að á hverjum degi sé sagt frá manni sem hefur barið konuna sína til dauða, um daginn var frétt um konu sem sem hafði orðið fyrir árás kærasta síns (núna fyrrverandi). Kærastinn hafði í afbrýðiskasti (konan var eitthvað sein heim úr vinnunni, og auðvitað var engin önnur ástæða fyrir því að hún væri sein heldur en að hún væri að halda framhjá honum) já í afbrýðiskastinu hafði maður farið í vinnunna til konunar (þar sem hún jú var) og ráðist á hana og skvett sýru í andlit hennar, sem varð til þess að hún er blind á öðru auga og hræðilega afmynduð í andliti.En mér finnst alltaf gaman að lesa fréttirnar frá íslandi eftir helgar. Til dæmis núna sá ég fyrirsögn sem var eitthvað á þessa leið:”Tólf fíkniefnabrot komu upp um helgina” ég opnaði hlekkinn og sá að þetta var löng runa og auðvitað hélt ég að ég væri að fara lesa um einhvern ægilegann hasar, nei, nei. Þá var þetta bara skýrsla um öll útköll á höfuðborgarsvæðinu. Þarna var minnst á barn sem hafði dottið úr rólu og brotið tönn, mann sem hafði verið að angra gesti veitingahúss, berfættur og á brókinni, og hvort honum hafði ekki tekist að sýna gestunum lilla kallinn líka. Svo var sagt frá hvernig það hafði gengið að koma fólkinu heim af djamminu, það hafði víst gengið vel sökum nægilegs úrvals leigubíla og já ég verð bara minnast á jólasveinana sem voru að slást útaf rusli á Snorrabrautinni.
þriðjudagur, apríl 06, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli