laugardagur, apríl 10, 2004

Klanið í Valencia

Jæja ég hefði átt að efast aðeins meira um eldunarhæfileika mína í gær, þetta gekk bara ágætlega hjá mér, þótt gasofninn sé gamall og karrýið furðulegt en jæja.Í dag höfðum við það af að fara niður á strönd, ekki til að liggja í sólinni, enda engann veginn veður til slíks og svo segir Gunni Bald að svoleiðis geri enginn óbrjálaður maður (ó nei það var það sem hann sagði um ljósabekkina). Ó nei ekkert sólbað en við fórum að sjá skrúðgöngu. Satt að segja vissi ég ekki alveg hvað ég átti að gera af mér að gera, þegar ég sá Klanið (ku kux klan) koma marserandi niður Calle de la Reina, þetta fannst mér sko ekki viðeigandi og vera klæða börn í þessa búninga. Siðan birtust nunnur, fólk með þyrnikórónur og Jesú líkneski á krossum og síðast en ekki síst fleira fólk með eins hatta og klanið nema bara í öðrum litum. Ég geri ráð fyrir þetta hafi ekki verið Klanið sem ég sá þarna heldur hafi K stolið þessum búningum sem ég veit ekki alveg hvað eiga að tákna, kannski lærisneiðarnar............lærisveinana, svikara eða......................lýðinn, hvað veit ég................(útskýring óskast)

Engin ummæli: