Vinkona mín var rænd um daginn. Reyndar var það hlutur sem mátti alveg missa sig. Helvítins stafræna myndavélin, sem var hægt að taka stutt vídjó á líka. Reyndar vona ég að hún fái vélina bætta frá tryggingunum en þessi vinkona mín var bara svo sérstaklega lunkin við að taka slæmar myndir af mér, hver þarf eiginlega á því að halda að honum séu sýndar myndir af öllu því “gáfulega” sem hann gerði og sagði kvöldið áður. Þess má geta að ég er ekki viss um að áfengi hafi svo góð áhrif á mig.En ránið átti sér hins vegar stað fyrir utan diskó sem heitir La Marcxa (la marcha, á spænsku, hitt er held ég valensíska) eða eitthvað svoleiðis. Þannig var mál með vextu að við stóðum í röð og vélinni var bara hreinlega stolið úr töskunni hennar. Æi ég vona nú samt að hún fái vélar andskotann bættann. En ég stend ennþá við þá skoðun mína að stafrænar myndavélar eru einungis af hinu illa komnar.Stundum á ég mjög erfitt með að skilja Frakka, þ.e ekki bara stundum, og ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja þessa frásögn mína. Nú jæja ætli það sé ekki best að byrja á því þegar ég fór í hópferðina til Andalúsíu með Erasmus. Nú við vorum búin að vera á ferðalagi í marga daga og ekki hafði farið framhjá neinum að rútubílstjórinn var mjög antipático (pirraður, mjög óviðfeldinn maður), reyndar er hægt að segja að hann hafi hatað okkur öll með tölu, þótt ég persónulega telji mig nú ekki hafa gert honum neitt. Maður þessi átti það til að koma of seint til að sækja okkur, og stoppa stuttu eftir að lagt var á stað til að taka bensín o.s.frv.Nú jæja á þessari 9 tíma rútuferð milli Sevilla og València var stoppað á veitingastað til að næra sig aðeins. Þær frönsku vinkonur mínar panta sér salat, sennilega í sparnaðarskyni (í nísku sinni). Þess má geta að frakkar eru með brauð á heilanum og geta aldrei borðað mat án þess að hafa brauð með. Svo þegar þær stöllur eru langt komnar með salatið fer þær að langa í brauð.......og sjá að á næsta borði er antipatíska rútubílstjóranum fært brauð (heil karfa!!!!) með matnum sem hann pantaði (af því að hann pantaði alvöru mat!!!!!). Og í stað þess að biðja gengilbeinuna um brauð og bjóðast til að borga 50-60 centimos (u.þ.b. 40-50 ikr) þá vippa þær sér yfir á borðið hjá antipatíska rútubílstjóranum og spyrja hvort þær megi fá af brauðinu hans. Ég held ég hafi aldrei skammast mín svona mikið fyrir nokkrar manneskjur eins og þarna, og bara fyrir að þekkja þær!!!!!!!!!! Auðvitað svaraði maðurinn “nei, þetta er mitt brauð” og ég skil hann mjög vel. Þótt ég hefði örugglega orðið svo hlessa í hans sporum að ég hefði örugglega sagt “já”. En spurningin er hvenær ferðu yfir á næsta borð á veitinarstað og snýkir mat??? Svar: aðeins þegar þar eru nánir vinir eða ættingar, ekki antipatískir rútubílstjórar
miðvikudagur, mars 31, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
vegna ekki:)
Skrifa ummæli