mánudagur, mars 29, 2004

Partý, Partý, Partý

Við vorum með partý í gær. Það kom margt fólk. Núna eigum við reiða nágranna. Það var ekki gaman að þrífa í morgunn. Þetta er eins og sögurnar sem Hermann bróðir skrifaði í 4 bekk. En þetta var nú bara smá útdráttur.Nú á yfirborðinu var þetta afmælisveisla. Vinkona austurrísku sambýliskonu minnar átti afmæli og hún býr í einhverju hreysi, skilst mér, svo við buðumst til að halda partý. En alla vegana við erum búin að komast að því að það voru 60-70 manns í heimsókn hjá okkur í gær, það er dágóð fermingarveisla, þótt enginn hafi fermst í þetta skiptið. Draslið var líka eftir mannfjöldanum í morgunn og þar sem það fer aldrei nokkur maður úr skónum þegar hann kemur inn í íbúðarhús var mjög gaman að skúra, ég held að besta lýsingin væri að það hafi verið svört klístruð skán á gólfunum í stofunni og í eldhúsinu, frábært!!!!!! En þetta var mjög fróðlegt allt saman og reyndar er það tvennt sem stendur upp úr:1)Nágrannarnir eru bilaðir eða réttara sagt –Spánverjar eru bilaðir. Einn þeirra lagði það virkilega á sig að fara niður í andyri í rigninguna og skítakuldann til að hringja dyrasímanum hjá okkur klukkan ellefu í morgunn, ég veit að sennilega er það pirrandi að fólk sé að halda partý í blokkinni þinni en við vorum búin að láta þau vita, svo er líka hægt að banka meðan hávaðinn er og biðja um að hafa lægra, en nei, það geta spánverjar ekki, það er ekki mögulegt að þeir geti gagnrýnt þig augliti til auglitis. Við erum að tala um að hún Eva (hin íslenska stelpan sem býr hér í València) fékk alltaf bréf frá spænsku stelpunni sem hún bjó með, þegar þeirri spænsku mislíkaði eitthvað (yfirleitt eitthvað í sambandi við óuppvaskaða diska í eldhúsinu o.s.frv.) 2)Stelpur ganga einungis í g-strengsnærbuxum til að æsa stráka. Þetta þótti mér nú alveg einstaklega athyglisverður fróðleikur, fannst þetta reyndar svo fyndið að ég hló svo mikið að ég gleymdi alveg að spurja þennann strák (já, auðvitað kom þetta frá strák!) hvaða staðreyndir hann styddist við, ég verð að spurja hann meira út í þetta næst þegar ég hitti hann.

Engin ummæli: