Hún franska sambýliskona mín er nýbyrjuð með strák. Ég er búin að velta þessu mikið fyrir mér. Ekki þeirri staðreynd að hún sé byrjuð með þessum strák, heldur þessu sambandi, þetta er nefnilega hið merkilegasta par, þau eru nefnilega svoltið fyndin saman, fyrir utan þá staðreynd að ég hef ekki séð þessa vinkonu mína án stráksins í 3 vikur, mér finnst eiginlega að ég verði að fara að rukka hann um leigu en það er heldur ekki málið. Spurningin er: Hversu náin geta pör verið á almannafæri án þess að vera hreint og beint dónaleg? Dónaleg í þeim skilningi að ekki sé nægilegt tillit tekið til annarra. Einu sinni var ég í strætó (nánar tiltekið 140) og það var gjörsamlega stappað, ég var á fæti og stóð fyrir framan mið hurðina þar sem ekki eru sæti og svona sirka 5cm frá nefinu á mér stóð par sem var að kyssast, bara smá, held að að “fagmáli” væru þetta kallaðir léttir mömmukossar. En þetta fannst mér óþægilegt/dónalegt og ég sá að fleirum þarna fannst þetta frekar óþægilegt, sérstaklega af því að það var alveg stappað og margir klesstir upp við mann.En svo ég víki mér aftur að henni vinkonu minni og kærastanum þá veit ég ekki alveg hvað mér á að finnast, en mér finnst alveg hundleiðinlegt að labba með þeim úti á götu, málið er ekki það að þau séu alltaf að “sleikjast” heldur hangir hún vinkona mín alltaf á öxlinni á kærastanum, jafnvel þegar þau eru að ganga, ég skil reyndar ekki alveg hvernig það er hægt, finnst reyndar að þau hljóti að vera brjóta eitthver lögmál, hvort sem það er þyngdarlögmálið eða eitthvað annað. Svo ég útskýri þetta betur þá eru þau nokkurnvegin jafn há, og hún hangir alltaf með olnbogann á öxlinni á honum. Ég verð að viðurkenna að þetta fer í taugarnar á mér, reyndar sérstaklega þegar ég er ein með þeim, (mentalnote: ég ætla ekki að fara neitt ein með þeim aftur). Ég held að þetta fari ekki í taugarnar á mér af þvi að mér finnist ég útundan né af því ég sé eitthvað afbrýðissöm eða af því að ég fari hjá mér að horfa á þau, mér finnst þau bara hreinlega hallærisleg/hlægileg og satt að segja finnst mér að kærastinn hljóti nú alveg að vera verða þreyttur á þessu, ég held allavega að ég yrði svoltið pirruð ef kærastinn minn þyrfti alltaf að vera með hendina á öxlinni á mér.
laugardagur, mars 27, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli