Ég hata hunda. Þeir eru viðbjóður. Það ætti að banna þessi kvikindi. Ég skil ekki fólk sem dettur í hug að hafa hunda í þéttbýli. Þeir eru fínir útí sveit þar sem er hægt að láta þá smala rollum eða eitthvað. Hérna í Valencia eru hundar alger plága, það er ekki þverfótað fyrir þessum viðbjóðum, hvort sem þetta er villt eða í bandi. svo skíta þeir út um allt og grunlausir, saklausir vegfarendur stíga síðan ofan í viðbjóðinn sem þeir skilja eftir sig, já maður þarf sko að vera á varðbergi hérna í Valencia ef maður ætlar ekki að stíga ofan í hundaskít.Hundaeigendur í mínu hverfi er fólk alveg sér á parti, mjög sérstakt fólk. Ég bý í 14 hæða blokk og samt er fólk sem á hund í stigaganginum mínum. Hefur þetta ekkert annað að gera en að fara í göngutúr þrisvar á dag með hundinn sínn? Á þetta fólk engin börn? Er þetta fólk ekki í vinnu? Er hægt að kenna hundum(eins og köttum) að gera þarfir sínar í kassa?Reyndar hefur mér dottið í hug að það séu aðeins lífsleiðar húsmæður (börnin orðin fullorðin og farin af heiman, best að fá sér HUND!!!) og piparsveinar um fertugt sem eiga hunda. Mjög oft verð ég vör við húsfrúr á morgnana þegar ég er að fara í skólann sem eru að fara út með hundana sína og síðan sé ég alltaf einn mann fer greinilega alltaf út með hundinn um sex leitið, hef reyndar ekki hugmynd um hvort þessi maður er piparsveinn, ég er bara búin að ákveða það. Sennilega hefði ég aldrei tekið eftir þessum manni ef það væri ekki búið að klippa skottið af hundinum, þ.e. það er ekki maðurinn sem ég tek eftir heldur hundurinn. Afhverju klippir fólk skottið af hundinum sínum?? Mér er spurn. Satt að segja er þetta eini hundurinn sem ég hef samúð með, greyið að eiga þennann sadista fyrir eiganda.
sunnudagur, mars 28, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli