Jæja þá er ég komin úr fríinu. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja um þetta frí. Það er nefnilega hugsanlegt að ég hafi verið á ljótasta stað á Mallorca og hugsanlega á allri Spáni. Arenal er ekki staður fyrir mig. Og svo til að toppa allt saman var staðurinn fullur af ljótum þjóðverjum og einstaka bretum. En ekki misskilja mig, ég skemmti mér ágætlega, við lögðum nefnilega á flótta frá Arenal og fórum til Palma og Sóller eftir að við höfðum orðið vitni af einni þeirri mestu úrkynjun sem ég veit um. Við nefnilega létum okkur hafa að borga 15 evrur inn á diskó, og fyrir þennann pening átti maður að fá bol (sem ég reyndar sá aldrei), frítt á barnum (sem gerði lífreynsluna ögn þolanlegri), ferskir ávextir (don´t ask me why) og tertu (það var verið að opna). Við borguðum okkur inn og gengum niður í kjallara á einhverju hóteli, allt svartmálað og í speglaflísum, fullt af blindfullum ljótum þjóðverjum, margirhverjir í eins bolum (svo þeir týni ekki hver öðrum????) og ég má ekki gleyma go go dansmeyjunum sem voru klæddar í netasokkabuxur og plast-leðurbrækur utanyfir og brjósahaldara eða einhverskonar toppa, sem sagt alveg eins og m***ur (ekki beint virðingarverð vinna) og svo frétti ég daginn eftir að það hefðu einhverjar verið að klæða sig úr (ja það hefur allavegana verið fljótlegt og þess vegna “missti” ég af því). En eftir þessa lífsreynslu gat ég ekki annað en pælt í því “til hvers fer fólk eiginlega í frí?” Fyrir þetta? –Liggja á ströndinni á daginn, og svo svona æðislega skemmtilegt diskó á kvöldinn og þar að auki í tvær vikur (og kannski ár eftir ár) það fynnst mér alveg sorglega leiðinlegt. Ég verð að viðurkenna að mér væri farið að leiðast eftir einn dag.En sem betur fer rættist úr ferðinni og ég skemmti mér ágætlega eftir þetta og hápunkturinn var að fá að fara með hundrað ára gamalli lest til Sóller en það leiðinlegasta var örugglega þetta diskótek sem ég reyndar entist á þangað til klukkan sex um morgunninn, okkur tókst nefnilega að fynna okkur sæti útí horni og sátum svo og kjöftuðum við eitthvað fólk sem fannst þetta alveg jafn slæmur staður og okkur.
föstudagur, mars 05, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli