laugardagur, mars 27, 2004

Fyrsta færsla

Jæja eftir svotlar vangaveltur hef ég ákveðið að fara að blogga. Hingað til hefur mér reyndar ekki fundist ástæða til þess, ég lifi nú ekki svo spennandi lífi en eftir umfangsmiklar rannsóknir hef ég komist að því að það lifa margir bloggarar mun meira óspennandi lífi heldur en ég, eða svo virðist vera. Mínar einustu áhyggjur eru að stafsetning hefur aldrei verið mín sterkasta hlið og á ég til að gera hinar ótrúlegustu stafsetningarvillur.Ummm, hvar byrjar maður fyrstu færslu???? Já hér í Valencia voru Fallas í síðustu viku. Fallas er einhverskonar 5 daga verslunarmannahelgi, nema það er ekki helgi heldur stendur hátíðin yfir fá mánudegi til föstudags. En jú stemningin er svipuð, ungt fólk á götufylliríi og tónleikar, en það sem Fallas hefur framyfir íslensku verslunarmannahelgina eru flugeldasýningarnar og skúlptúrarnir sem standa svo til á hverju götuhorni, sem eru svo brenndir á föstudagskvöldinu og þá leggur sko reyk yfir borgina, ímyndið ykkur ef á gamlárskvöld hefði hvert hverfi í Reykjavík sína sér brennu. Já í dag er vika síðan Fallas endaði en ég get svo svarið það að ég er ennþá þreytt. Geisp og ibúðin er að fá sitt rétta andlit aftur eftir Fallas, þegar enginn var heima og enginn þreif eftir sig og það er ekki gott mál þegar 4 búa saman og enginn vaskar upp eftir sig, og sumir koma kannski með gesti heim í mat. Ég er eiginlega að rífast yfir frönsku stelpuni sem ég bý með, hún kom alltaf heim með kærastann í mat og vaskaði aldrei upp. Hún sást ekki allann daginn og síðan kom hún heim um miðjann daginn og drullaði út marga potta og pönnur, diska o.s.frv. og fór svo bara, svo sátum við Barbara uppi með allt klabbið, eða ég, því að að bíða eftir að Barbara þrífi er eins og að bíða eftir heimsendi, oft boðað...-og svo bíðurðu og bíðurðu en ekkert gerist. Og ég skal segja ykkur það að ég hef nú aldrei talist neitt sérstaklega pjöttuð. En þegar maður býr með öðrum þarf maður að láta ýmislegt yfrir sig ganga en ég er að vona að ég haldi þetta út því það er ekki gott mál ef ég missi mig

Engin ummæli: