þriðjudagur, maí 18, 2004

Stórhættulegt að halda framhjá

Eitthvað virðist vísindamönnum nú verið farið að vanta rannsóknarefni. Ég var núna rétt áðan (sem oftar) að lesa morgunblaðið á netinu og rakst þá á grein sem bar titilinn “Hættulegt að halda framhjá” eða eitthvað svoleiðis. Þá höfðu vísindamenn í Frankfurt verið að rannsaka dauðsföll karlmanna sem látist höfðu á meðan samförum stóð. Aðalrannsóknarefni þeirra var ekki hvað hefði dregið menninna til dauða, enda sennilega of augljóst til að rannsóknar væri þörf, heldur var það með hverjum þessir menn hefðu verið. Hvort þeir hafi verið með konum sínum eða unnustum, eða einhverjum öðrum, sem sagt hvort þeir hafi verið að halda framhjá. Satt að segja er mér spurn hvort það sé ekki að verða of mikið af vísindamönnum í heiminum, fyrst það er hægt að eyða tíma (og svo ekki sé minnst á peningum) í svona rannsóknir????? Hafiði velt fyrir ykkur hvernig fólki dettur í hug að rannsaka svona hluti? Í hverju þarf fólk eiginlega að vera að pæla þegar því dettur í hug svona rannsóknarefni? “Bíddu nú við, það er mjög óheppilegt að þegar þessi kall þarna hrökk uppaf hafi hann akkúrat verið með með hjákonunni. Afhverju heyrir maður alltaf meira af því að menn hrökkvi uppaf þegar menn eru með einhverri annarri en eiginkonunni? Ætli sé meira um það að menn hrökkvi uppaf þegar þeir eru með viðhaldinu heldur en þegar þeir eru með eiginkonunni, eða talar fólk bara meira um það? Best að rannsaka það.”Það kom reyndar í ljós að stór meirihluti manna sem látist hafði í Þýskalandi við þessar aðstæður síðustu þrjátíu árin, hafði einmitt verið með viðhaldi eða vændiskonu. Þótti vísindamönnunnum líklegt að átæðan fyrir því meira væri um það að menn dæju drottni sínum í örmum einhverrar annarrar heldur en eiginkonunar að þeir reyndu meira á sig í þessi skipti sem þeir væru ekki með eiginkonunni eða unnustunni. Já þannig er það börnin mín, það er alveg lífshættulegt að halda framhjá......þ.e. ef þú ert karlmaður og ert veikur fyrir hjarta.

Engin ummæli: