þriðjudagur, maí 25, 2004

ONCE=11

Ég heyrði yndislega sögu áðan. Þannig er mál með vextu að hér á Spáni eru stundum græn lítil hús á gangstéttum við stórar umferðargötur. Hús þessi eru litlu stærri en símaklefar en með gluggum allann hringinn en yfirleitt er dregið fyrir gluggana. Á þessum húsum stendur ONCE með stórum stöfum og fyrir neðan er mynd af manni með blindrastaf. Ég man að ég velti því svoltið fyrir mér hvað þetta væri en ekki jafn mikið og hann Diego sem var búinn að komast að því í þessum klefum væri fólk sem hjálpaði blindum yfir götuna. Ég veit ekki hvað hann heldur að séu margir blindir í Valencia en sennilega ekki nógu margir til að það þurfi að vera fólk i vinnu við það að fylgja þeim yfir götur. Og hvernig ættu þessir blindu svo að sjá húsin???? Þess má geta að ONCE er lottó sem selt er til styrktar blindum og vinna blindir við að selja miðana í þessum húsum, þess vegna er mynd af manni með hvítastafinn. Ég veit ekki hvort nokkrum öðrum finnst þessi saga fyndin en hún bjargaði alveg kvöldinu fyrir mér

Engin ummæli: