laugardagur, maí 08, 2004

Furðuleg skilaboð í gestabókinni

Mér varð litið í gestabókina mína áðan og sá þá að það hafa ýmsir bætst við uppá síðkastið. Þetta kemur mér mjög á óvart þar sem ég hef gert mjög lítið af því að vera segja fólki frá að ég sé að blogga, málið er ekki að fólk megi ekki lesa það sem ég er að skrifa, ég geri mér fulla grein fyrir að það geta allir lesið þetta, þannig að ég er ekkert að skrifa um það sem ég vil ekki að aðrir viti.Það sem kom mér nú alveg sérstaklega á óvart voru skilaboðin frá honum Eyjólfi frænda mínum: “ahmm” og velti ég því nú stöðugt fyrir mér hverju hann hafi viljað koma til skila með þessum skilaboðum........Þýðir þetta “ahmm” -já ég veit ekkert hvað ég á að segja en finnst það eiginlega hálf hallærislegt að segja ekki neitt- eða er þetta svona jóga-ahmm sem þýðir þá að hann sé í hugleiðingu. Samt hef ég nú eiginlega grun um að fyrri skýringin sé nær lagi því ég er eiginlega ekkert að sjá hann Eyjólf fyrir mér í jóga.Jæja nú er að færast brúðkaups-æði yfir Spán. Það er nefnilega konunglegt brúðkaup þann 23.maí. Þetta er reyndar búið að vera helst í fréttum í allann vetur. Það er Filipp krónprins sem er að fara gifta sig og heitir sú “heppna” Letizia Ortiz. Okkur útlendingunum hérna finnst þetta nú hálfgerður brandari, því þetta kemur fram í öllum spænskum sjónvarpsþáttum, já Spánn á sér alveg sínar sápuóperur sem eru engu verri en Friends eða Sex and the City. Það gekk nú samt svoltið fram að okkur þegar við sáum í fréttunum að götusalarnir í Madrid væru farnir að selja föt eins og Doña Letizia hefur séðst í.Það merkilega í þessu öllu saman er það að þegar tilkynningin um trúlofun krónprinsins barst fjölmiðlum, vissi enginn að hann væri einu sinni í sambandi. Það vissi enginn að hann hefði einu sinni farið á eitt stefnumót með Leti. Mér þykir það nú bara nokkuð vel að sér vikið að þau hafi náð að trúlofa sig án þess að nokkur hafi vitað af því að þau væru saman þegar margt af þessu fræga fólki á Spáni getur ekki snúið sér við án þess allir viti, ég meina Beckham gat ekki fengið að halda framhjá í friði.(Það var komið í blöðin hérna í október eða nóvember að hann væri grunsamlega mikið með þessarri stelpu).Jæja núna (kl.1550 að spænskum tíma) var Diego að skríða á fætur alveg svona skemmtilega skelþunnur. Mér skilst að Tequila og bjór séu ekki góð blanda og kannski ekki heldur að djamma til hálf níu á morgnana. En það er komið helgarfrí og ég var búin að plana að fara ekkert á djammið þessa helgina, en nú er komið í ljós að ég slepp ekki svona auðveldlega. Ég var nefnilega að spá í að hvíla mig þessa helgina og halda síðan bara júróvisjónpartý með vodkahlaupi.

Engin ummæli: