fimmtudagur, maí 13, 2004

Sænskar hermannanærbuxur

Ég rak upp stór augu þegar ég var að lesa moggann um daginn þegar ég sá frétt um hvarf sænskra hermannanærbuxna. Við talningu hjá sænska hernum kom í ljós að það vantaði einhver heljareins ósköp af nærbuxum og jafnframt kom í fram að stykkið kosti um 200 ikr. Er þetta í alvörunni vandamál? Ég veit að það safnast upp þegar saman kemur, en eyða ekki flest ríki í dýrari og heimskulegri óþarfa en nærbuxur (t.d. landslið í fótbolta). Reyndar voru svíarnir ekki alveg vissir um hver ástæðan væri fyrir þessu hvarfi, hvort það væri fyrir það að nærbuxurnar hefðu slitnað, týnst eða hvort þeim hafi hreinlega bara verið stolið. Ég hugsa hugsa að ástæðan sé “sitt lítið af hverju”, en upp úr þessu hef ég nú svoltið verið að pæla í hvernig nærbuxur þetta séu????? Þetta geta nú varla verið merkilegar nærbuxur, en ef þetta hefði verið í Noregi hefðum við ákveðið strax að þeim hefði verið stolið, öllum saman, en svíar hafa bara ekki þetta nísku orðspor á sér. En eftir að hafa hugsað aðeins meira um þetta mál þá kemur það mér eiginlega meira á óvart að hermennirnir hafi átt að SKILA nærbuxunum. Ég meina,,, yrðir þú ekki ánægður/ánægð ef þér yrðu úthlutað gamlar/notaðar nærbuxur þegar þú byrjaðir herþjónustu? Ég ekki að tala um skítugar, bara nærbuxur sem einhver annar væri búinn að ganga í áður. Ég er ekki viss um að ég yrði svo ánægð, þar sem mér þykir miður spennandi að ganga í nærbuxum sem einhver annar hefur gengið í. Greinilegt að karlmenn eru í valdastöðum í þessum her. Ég er ekki viss um að þótt mér yrði sagt að skila búningnum mínum þegar herþjónustu minni væri lokið að ég myndi skila nærbuxunum, því mér myndi sennilega ekki detta í hug að það yrði einhver annar látin nota þetta og þó er ég engin sérstaklega mikil pempía. (held ég)?????? En mér er farið að finnast þetta hvarf á nærbuxum bara mjög eðlilegt, það sem ekki er eðlilegt er að það eigi að skila nærbuxunum

Engin ummæli: