Til hamingju með útskriftina Elísa (best að það komi fram strax, svo það sjáist að ég hafi ekki verið búin að gleyma því) Betra er seint en aldrei, Illu er best aflokið........o.s.frv. :)Það var brúðkaup í dag. Já loksins er það búið, það sem verst er að núna fáum við að horfa á myndir af því í sjónvarpinu næstu vikurnar. Reyndar fannst mér brúðarkjólinn ljótur eða alla vegana miklu síðri en hjá þessarri þarna sem giftist danska krónprinsinum.Úngfrú Brabra heldur áfram að rífast við kærastann, t.d. held ég að hann sé búinn að tala við hana svona þrisvar, fjórum sinnum í dag og alltaf hefur það endað með öskrum og látum. Ég hugsa að þetta sé nú alveg í andarslitrunum hjá þeim, vona ég, hennar vegna. Það er náttúrulega ekkert eðlilegt að þú þurfir að hlusta á kærastann predika yfir þér svona 2-3 tíma á dag og þó sé hann í öðru landi. Vitiði það að stundum dettur mér í hug að segja honum að Brabra sé ekki heima þegar hann hringir, bara svo ég þurfi ekki að hlusta á rifrildi á þýsku.Ég horfði á fréttirnar á spænska ríkissjónvarpinu í gær. Ekki það að það sé fréttnæmt að ÉG hafi horft á fréttirnar, heldur var svoltið sem vakti undrun mína. Það var talað konur úti á götu um allann Spán. Það var nefnilega ekkert annað í fréttum í gær heldur en það að krónprinsinn ætlaði að fara gifta sig í dag. En alla vegana ætluðu þessar konur að fara í hárgreiðslu núna í morgunn og klæðast galakjólum, til þess eins að horfa á þetta konunglega brúðkaup Í SJÓNVARPINU!!! Hvaða máli skiptir það hvernig þú ert klæddur þegar þú ert að horfa á sjónvarpið? Þær hafa þá þurft að vakna snemma til að fara í greiðslu, því útsendingin frá brúðkaupinu byrjaði klukkan átta í morgunn og þau voru gift fyrir hádegi, það er ýmislegt sem fólk leggur á sig. Ég vaknaði reyndar klukkan níu í morgunn til að horfa á herlegheitin, en leyfði mér það sitja á náttfötunum fyrir framan sjónvarpið og að fara ekki í greiðslu (greiddi mér ekki einu sinni sjálf), fannst engin ástæða fyrir því að punta mig fyrir sjónvarpið, held því hafi alveg staðið á sama (og sennilega spænska krónprinsinum líka).
laugardagur, maí 22, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli