sunnudagur, maí 16, 2004

Orðin eitthvað biluð

Jæja þá er Júróvisjón búið. Mikið er ég fegin að Jónsi fékk einhver stig, ég var í alvörunni farin að hafa áhyggjur af þessu. Ég nefnilega heyrði helminginn af laginu fyrir einhverjum tveim mánuðum og nennti ekki að hlusta lengur, mér fannst það ekki boða gott.En má ég spyrja að einu? Er til of mikils mælst að fólk dusti handklæðið sitt fram af svölunum áður en það hengir það á svalirnar, bara svona rétt til þess að svalirnar séu ekki alveg fullar af sandi? Já ég er alveg að flippa á sambýlingunum í dag. Sko, þannig er mál með vextu að mér virðist sem ég sé eina manneskjan hérna sem finnst einhver ástæða til að skúra gólf (önnur en eldhúsgólfið). En það er kannski bara af því að ég á það til að ganga um berfætt. Og í dag fannst mér kominn tími til að sópa svalirnar, eftir hafa tekið eftir því að stofan var að verða full af sandi líka. Reyndar tapaði ég stríðinu, ég ætlaði nefnilega að bíða þangað til að einhver annar en ég skúraði stofugólfið, en sennilega hefði verið fljótlegra að bíða eftir heimsendi. Það eru samt furðuleg forgangsröðin hjá sumu fólki, þegar ég vaknaði í gærmorgunn var Aude að skúra eldhúsgólfið og bakvið eldavélina og allt, og fáraðist líka þessi ósköp yfir því sem hún fann þarna á bakvið en svo hleypur hún að heiman og sést kannski ekkert fyrr en sólarhring seinna og skilur eftir fullann vaska af óhreinu leirtaui. (Vei!!)En kannski heldur hún bara að okkur hinum finnist gaman að vaska upp eftir hana og kærastann. Ég verð svoltið pirruð á því að horfa alltaf á sömu skítugu diskana í vaskanum og enda þess vegna á því að vaska upp þessa diska, þótt sjálf eigi ég ekki neitt af þessu. Reyndar finnst mér þetta alveg stór merkilegt að drasl og skítur fari í taugarnar á MÉR, því i denn átti ég örugglega ekki hreinasta og skipulegasta herbergið, en jæja. Ég alla vega skammast mín fyrir að láta gesti sem koma í heimsókn sjá þetta. Ég rak alla vega upp stór augu þegar kom í partý hjá ítölum og sá að það var fullur vaskur af óhreinu leirtaui, og þau áttu von á fjölda manns í partý. Svo kom einhver stelpa og bað um glas, og einn þeirra sagði “ó ekkert hreint, farðu þarna í vaskann og finndu þér glas”. Aumingja stelpan mátti gjöra svo vel að fara gramsa í óhreina leirtauinnu þeirra og þvo glas handa sjálfri sér. Bíddu er það svona sem maður kemur fram við gesti?

Engin ummæli: