föstudagur, maí 07, 2004

Mótmæli

Hæ ég verð eiginlega að mótmæla svoltið núna. Hún Sigrún(ur) er farin að blogga, ég hafði nú reyndar ekki hugsað mér að mótmæla því (en hún hafði mig ekki í vinum og vandamönnum, reyndar heitir það I can´t live with out... hjá henni)og þótt ég komi lítið við sögu í hennar lífi þá finnst mér ég eiga smá inni hjá henni fyrir að hafa haldið uppi einu ákveðnu ruslatunnuloki í hífandi roki (sigrún!!það var ekki létt!!!) og svo man ég ekki betur en að þær fyrrverandi sambýliskonur úr Unufellininu hafi mótmælt þegar ég var ekki búin að setja þær inn í Vini og Vandamenn. En mótmælin eru ekki búin. Einnig hafði ég hugsað mér að mótmæla því að hafa ekki verið látin vita að Sigrún væri að blogga. Jæja þá er það komið til skila. Reyndar ætti ég kannski líka að mótmæla því að Gunni setti Sigrúnu á kantinn hjá sér en ekki mig. ( Hey!!!! ég er bara miklu misrétti beitt, ætli Amnesty viti af þessu?? ;) )Reyndar kom það mér mest á óvart að Sigrún og Kolla hafi stofnað New Kids on The Block fanklúbb, eiginlega alveg bráð fyndið en fyrst ég er að mótmæla þá er ég að hugsa um að mótmæla því bara líka.Annars er líf mitt voða óspennandi þessa stundina (ja þið sjáið bara hverju ég var að mótmæla). Ég ákvað að skrópa í skólann bara afþví.........þarf samt að fara á eftir að kaupa ljósrit svo ég geti byrjað að læra fyrir prófin sem byrja eftir mánuð (verð að viðurkenna að ég er farin að kvíða smá fyrir). Annars trúi ég ekki að ég sé búin að vera svona lengi (alveg heila 7 mánuði,nema ekki allann desember) og ég fer alveg að komast heim, og ég þyrfti eiginlega að fara að leita mér að flugmiða. Svo þyrfti ég eiginlega að komast að því hvort það sé búið að negla þetta bekkjarmót niður, ef einhver hefur einhverjar upplýsingar um það.................... Önnur sönnunn þess að líf mitt er óspennandi er sú að ég hef tíma til að blogga 2var sama daginn, en jæja best að kvarta ekki meira. En það er bara ekki hægt að horfa á sjónvarpið heldur, Sápuóperur frá rómönsku ameríku og fréttir eru ekki skemmtilegt sjónvarpsefni til lengdar.Þótt að það sé voða fínt að búa hérna í Valencia held ég samt að ég verði frekar fegin að komast heim, eins og þið hafið kannski tekið eftir, er svoltið erfitt að búa með svona mörgum útlendingum, sérstaklega frökkum, með skrýtna siði (sem öllum þykir dónaskapur nema þeim sjálfum)

Engin ummæli: