sunnudagur, maí 09, 2004

Letin í hámarki

Jæja nú er helgin alveg að verða búin. Og ég búin að gera minna en ekki neitt. Jú ég fór í Paella í skólanum hennar Barböru og síðan í Carme á föstudagskvöldið og svo var vídjó í gær “The Banger sisters”og”Identity”. Báðar ágætismyndir, þótt ég hafi haft meira gaman af þeirri fyrri. (þær skildu samt ekki mikið eftir sig) Það er gluggaveður í dag, og reyndar gær líka, og ekki hægt að fara á ströndina vegna roks, það er ekkert spes að liggja í sólbaði þegar þú er með sandstorm uppí nefið, það eru samt margir sem láta sig hafa’ða. Í gær hélt ég reyndar að það væri kominn draugur í eldhúsið. Ú úúú úúú!!!!!!!! Sem hefði þá allavegana getað skýrt það hvað vegabréfið hennar Barböru var að gera í bakaraofninum. Sko, hún var eitthvað vesenast með vegabréfið sitt, ætlaði að fara láta ljósrita það og eitthvað svoleiðis og svo alltí einu fann hún það ekki og gerði dauðaleit um allt en hverjum hefði dottið í hug að leita í bakaraofninum. Svo ætlaði ég að fara hita eitthvað í ofninum daginn eftir og hvað haldiði að ég finni? Nú auðvitað var vegabréfið í ofninum. En það er ekki draugur í eldhúsinu. Það er bara gat yfir svalahurðinni sem hvín í þegar vindurinn er svona sterkur. Við höfum reyndar mikið pælt í notagildi þessa gats, við erum nokkuð viss um að það sé hægt að opna svalahurðina ef lofta þarf út, svo það getur ekki verið ástæðan. Og þetta er ekkert smá gat, svona á stærð við meðal pottlok. Reyndar held ég að þetta gat eigi að vera fyrir loftkælingu eða eitthvað svoleiðis, eeeeeeeen til hvers þarf loftkælingu í eldhúsið, hitnar hvort eð’er ekki þegar er verið að elda?Er samt að velta því fyrir mér að taka upp fyrri sunnudagsyðju mína: Að fara ein í bíó, ég stundaði þetta all mikið fyrir jól, að fara svona um fimmleitið niður í bæ að dandalast eitthvað og enda svo í bíó af því það er ekkert annað að gera.

Engin ummæli: