Það er rigning, það er búið að rigna í allann dag og það lítur út fyrir að það eigi eftir að rigna það sem eftir er af deginum og langt fram á kvöld. Það er engin von um að það komi smá sól, eins og gæti gerst heima, og engar líkur á að það stytti upp.En þetta er fínasta veður til að horfa á Paso Adelante, sem við erum búnar að vera húkkt á í allann vetur. Þetta eru reyndar algerir unglingaþættir, en það er nú sama. Þættirnir snúast um fólk í listaháskóla, eða einhverju svoleiðis, sem búa á vist þarna í skólanum og eins og í Bevilly Hills og Melrose þá eru allir búnir að vera með öllum, alla vega aðal druslurnar (getur líka átt við strákana), þessir þættir hafa það þó fram yfir þá bandarísku að leikararnir eru þó ekki gjörsamlega hæfileikalausir.Loksins loksins gaf símafyrirtækið mitt mér € 10, ég er búin að bíða eftir þessu síðan fyrsta. Þeir voru búnir að lofa þessu að þeir myndu gefa manni jafn mikla inneign og maður myndi kaupa á milli 20 og 30 apríl.Ég veit ég hef sagt það áður en frakkar eru ótrúlegir. Eða allavegana þessir sem ég þekki. Ég er reyndar ekki enn búin að jafna mig eftir að stelpurnar fóru yfir á næsta borð að biðja um brauð.(hef aldrei skammast mín jafn mikið á ævinni fyrir annað fólk) En ég fékk sönnunn þess í gær að þetta væri bara níska og ekkert annað. Þannig er mál með vextu að ég var að skoða myndir með þeim og sá myndir þar sem þau voru með 5 lítra dúnk af vatni undir borði á veitinarstað. Þá var málið það að þau höfðu haft fyrir að smygla inn þessum dúnk af vatni vegna þess að þau þurftu að borga fyrir vatnið á veitingastaðnum. Þau voru á hóteli með fríum morgunnmat og kvöldmat og fannst það svindl að þau væru látin borga fyrir drykkina með matnum. (þú getur reyndar lent í því að þurfa borga 200kr fyrir ½ lítra, en 200kr í kvöldmat). Reyndar er ég yfir höfuð ekki alveg að skilja málið með frakka og veitingastaði, það virðast gilda einhverjar aðrar reglur í Frakklandi en á Íslandi eða öðrum löndum í Evrópu.Á flestum stöðum er það talinn dónaskapur að setjast inn á kaffihús eða veitingastað og borða svo eitthvað sem þú hefur komið með með þér en ég hofði á hana vinkonu mína borða nestið sitt inni á veitingastað, þarsem við pöntuðum okkur kaffi. Ef þetta væru smábörn sem ég væri með þá myndi ég banna þeim þetta, en þegar fólkið sem þú ert með er komið yfir tvítugt þá er voða erfitt að eiga við þetta og sennilegast best að standa upp, þykjast ekki þekkja þetta lið og reyna að deyja ekki úr skömm.
þriðjudagur, maí 11, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli