föstudagur, maí 28, 2004

Flutt til MIDDLE-OF-NOWHERE

Jæja þá er ég flutt í nýja íbúð. Helvíti fúlt að þurfa að vera standa í einhverju svoleiðis svona þessa síðustu daga sem ég er hérna á Spáni, það eru bara níu dagar eftir, en svona er þetta nú víst.Það er nú reyndar ekki ljúgandi upp á þennann karl sem við vorum að leigja af, hann ætlaði virkilega ekki að borga okkur alla peningana sem hann skuldaði okkur til baka. Hann ætlaði virkilega að komast upp með það að henda okkur út áður en samningnum væri lokið og ræna okkur í þokkabót. Þegar við fluttum inn í haust þurftum við að borga eitthvað tryggingargjald, við vorum ekki búin að borga leigu þennann mánuðinn og ekki heldur rafmagn, vatn og gas síðustu þrjá mánuði, við borguðum náttúrulega rafmagnið, vatnið og gasið en neituðum að borga leigu þessa daga sem við vorum í íbúðinni eftir fimmtánda. Reyndar hefði mér einni aldrei tekist þetta því sennilega hefði ég verið svo hlessa að hann skyldi fara fram á að við myndum borga leigu að ég hefði örugglega bara borgað vegna þessa að ég hefði verið svo orðlaus, en hún Barbara lét nú ekki valta yfir sig svona auðveldlega enda er hún í viðskiptafræði og sennilega eru kúrsar í löglegum svindlarabrögðum í því fagi, allavegana var hún alveg búin að sjá fyrir hvaða brögðum hann ætlaði að beita. Reyndar hafði hann komið á miðvikudeginum til að ræða við okkur, þegar við vorum búin að redda okkur nýrri íbúð og sagði svo þá að hann hefði nú alveg getað sent nýja fólkið í hina íbúðina sem hann var að bjóða okkur (afhverju sagði hann það ekki fyrr?)En svo til að trompa allt ákváðum við að vera ekkert að vera gera hreint áður en við fórum því ekki var íbúðin svo ýkja hrein þegar við fluttum inn, við erum að tala um það að það var ekki hægt að baða sig nema eyða hálftíma í að þrífa baðkarið eitt og sér, en það reyndar skýrðist allt á mánudaginn þegar fyrrverandi leigjandi bankaði upp á og spurði hvort hann mætti sjá íbúðina, bara svona upp á að rifja upp gamlar stundir, að hann hafði einmitt lent í því sama og við vorum að lenda í, að honum var hent út, reyndar sagði hann líka að oft hafi nú einmitt verið reynt að henda honum út vegna óláta og partýhalds, einu sinni komu 200-300 manns í partý hjá honum og löggan á svæðið, eigandinn að íbúðinni brjáluð og svo framvegis. Þá kemur reyndar ekki á óvart að nágrannarnir hafi verið smá taugatrekktir þegar við buðum 10 manns í crepes og aperativo. Það var ekki fyrr en þá sem ég skildi afhverju, þeir hafa náttúrulega verið langþreyttir á brjáluðum ítölum. Við erum að tala um það að morgunninn eftir var hringt í dyrasíman og okkur sagt að í 12 íbúðum í húsinu hafi ekki verið svefnfriður um nóttina og ég veit ekki hvað og hvað. Hverjum er ekki sama þótt hann geti ekki farið að sofa fyrr en hálf tvö á laugardagskvöldi? og....... Fyrr má maður nú vera viðkvæmur ef það truflar mann eitthvað að það séu 10 manns í heimsókn í íbúðinni fyrir ofan eða neðan.

Engin ummæli: