föstudagur, maí 14, 2004

Júróvisjónparý!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Já nú er ég komin í helgarfrí, loksins. En ég var óheppin, ég missti næstum því alveg af konunglega brúðkaupinu í Danmörku. Það var sýnt á TVE, ég rétt náði því þegar þau voru að veifa á svölunum. En það voru einhverjir kerlingarhálvitar sem gjömmuðu þarna stanslaust, vissu ekkert um Danmörku og hreinlega gerðu sig að algeru fíflum og komu með frasa eins og “Kaupmannahöfn er eyja”(nú er það) “kyssast þau? Ég held að þau muni kyssast.........o.s.frv.” Alveg mjög leiðinlegar. Svona meðan ég man, í sambandi við Eurovision, hvað var málið í þessum undanúrslitum, öll lögin sem mér fannst alveg afleit komust áfram og önnur sem sem voru alveg þolanleg urðu eftir, nema þetta finnska, það var.................ja ég veit ekki alveg hvernig ég á að orða það............skelfilegt, og stelpan sem söng þarna ein...................ég veit bara ekki hvar ég á að byrja............mér fannst hún alveg hundleiðinleg..........ZZZ...........en jæja.........sinn er smekkur manna.Svo er aftur Eurovision á morgunn, við vorum eiginlega búnar að ákveða að halda svona Eurovisionpartý en við erum reyndar ekki búnar að bjóða neinum ennþá svo við sjáum bara til með hvernig það fer allt saman, ætli við verðum ekki bara tvær í partýi.

Engin ummæli: