Ég var að uppgötva svoltið fyndið áðan. Ég þarf hvorki að heyra né sjá kærasta frönsku stelpunar til þess að vita að hann er í heimsókn. Ástæðan er ekki sú að sé orðin skygn á gamalsaldri heldur virðist þessi drengur gjörsamlega baða sig upp úr rakspíranum, við erum að tala um það að ég finn lyktina af “honum” í 20-30 mínútur eftir að hann er búinn að yfirgefa svæðið. Í kjölfarið á þessarri uppgötvun minni hef ég svoltið verið að velta fyrir mér hvort enginn annar taki eftir þessu????? Og hvort þetta fari ekkert í taugarnar á kærustunni hans?????? Þetta er alveg góð lykt svo sem, Í HÓFI!!!! En það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því að “allt er gott í hófi”, reyndar finnst mér ekki allt gott, jafn vel ekki í hófi, t.d. ekki að sitja í flugvél, mér finnst það alveg afspyrnu leiðinlegt. Ég er ekki enn búin að jafna mig eftir að hafa setið 9-10 tíma samfleytt frá Houston til London, það var ekki gaman og alls ekki gott og alls ekki í hófi.En svo ég víki aftur að þessarri lykt, þá hef verið að velta fyrir mér hvort þetta fari ekki í kærustuna hans, fyrst mér finnst lyktin vera of mikil í 10 metra fjarlægð, hún er oft í minni fjarlægð en það þegar hún hangir á öxlinni á honum. En kannski eru frakkar með skert lyktarskyn, sem myndi skýra ýmislegt, þar sem þau eru bæði frönsk.
mánudagur, maí 24, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli