Í nótt reyndi Diego að drepa okkur, eða hann hefði getað kveikt í íbúðinni að minsta kosti. Sko....hann kom heim af djamminu í nótt um klukkan 5 að staðartíma, dauðadrukkinn, geri ég ráð fyrir og sársvangur. Haldiði ekki að maðurinn hafi ekki ákveðið að fara elda, salat með beikoni og fiskfingur(reyndar veit ég ekki síðan hvenær fiskar hafa haft fingur), ja honum tókst ágætlega að koma salatinu niður stórslysalaust en hann dreif sig inn í stofu að hvíla sig á meðan fingurnir voru að malla í ofninum, hann steinsofnaði í sófanum og dreif sig svo inn í rúm um 7, hálf átta þegar hann vaknaði og sá að það var orðið bjart. Aude vaknaði klukkan tíu í morgunn og fannst eitthvað óeðlilega heitt í eldhúsinu. Þá voru fingurnir búinir að malla í 5 tíma og lítið orðið eftir af þeim nema...............ja voða lítið, það tók okkur reyndar þó nokkurn tíma að bera kennsl á þessa kolamola sem hún Aude hafði fundið í ofninum, núna erum við búnar að banna Diego að elda þegar hann kemur heim af djamminu –bara salat og brauð, takk fyrir, þótt mér finnist ekkert gaman að vakna á morgnana þá er ekki sagt að ég vilji sleppa því það sem eftir er. En ef maður lítur á björtu hliðina þá getum við sagt að Diego hafi örugglega tekist að afþýða fiskifingurna (Dedos de pescado)
fimmtudagur, maí 27, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli