Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum (ja alla vegana ekki mér) að Valencia vann evrópubikarinn í fótbolta í gær, þess vegna mátti ég búa við sprengingar og skrílslæti í alla nótt. Það er annars merkilegt hvernig ómerkilegur hlutur eins og fótbolti getur fengið rólegustu menn til að sleppa sér og jafnvel heilu borgirnar. Satt að segja er ástandinu í nótt einna best líkt við dýragarð. Þannig er mál með vextu að ég bý aðeins 100m frá fótboltavellinum og jafnvel þótt enginn leikur hafi farið fram á vellinum þótti stórum hluta Valencia alveg bráðnauðsynlegt að mæla sér mót einmitt við völlinn (mér til ómældrar gleði) og þá var líka alveg bráðnauðsynlegt að sprengja svoltið líka (Valenciabúar þurfa nefnilega alltaf að sprengja smá við .....ja öll hugsanleg tækifæri, ef einhver á afmæli, ef Valencia vinnur deildina, ef það er fallas, ef það er dagur verndardýrðlings Valenciaborgar, ef ,ef,ef).Vegna nálægðar minnar við völlinn vissum við að ekki yrði svefnfriður í nótt svo að þegar við heyrðum að Valencia hefði unnið leikinn (það fór ekki framhjá neinum) fórum við að hugsa okkur til hreyfings með það að fara út, þótt við höfum ekki hætt okkur út fyrr en klukkan 2. Okkur þótti nefnilega gáfulegra að bíða eftir því að liðið róaðist aðeins, en við skemmtum okkur alveg ágætlega við að hofa á hálvitana á Aragón (stór umferðargata fyrir framann völlinn) stoppa umferðina, veifa fánum, fara upp á bíla, ja þið hafið örugglega séð þetta einhvern tímann í sjónvarpinu.En við komumst að því í gær að maðurinn (þ.e. karlmaðurinn) er greinilega kominn af öpum, hvað haldiði að við höfum séð þegar við vorum að labba úti á götu í gærkvöldi? Nú það var strákur sem vippaði sér upp á bílþak og barði sér á brjóst, ja svona rétt eins og hann væri górilla. Bíddu hvernig dettur þessu liði í hug allt þetta sem það tekur upp á á svona stundum því við sáum einmitt í sjónvarpinu í gær, þegar sýnt var frá aðaltorginu hérna í Valencia að menn voru virkilega komnir uppí ljósastaura, eða allavega einhverja staura, um hvað þeir voru að gera þar á ég enga útskýringu. Kannski dást að útsýninu, eða telja hvað væru margir mættir.........
fimmtudagur, maí 20, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli