sunnudagur, ágúst 22, 2004

Stórlétt

Mér stórlétti þegar ég kom í vinnuna í morgunn.
Ástæðan var ekki sú að ég þyrfti að komast langt, langt í burt frá fjölskyldu minni, heldur var hún sú að ástandið á ferðamannaklóstinu sem ég þarf að þrífa var bara alls ekki slæm (Guði sé lof!!!!)´og ég sem var búi að ímynda mér það alversta. Ég sá það alveg fyrir mér að það yrði ástandið yrði ekki gott, auðvitað yrði einhver búinn að míga út um allt (það ætti í raun skylda alla karlmenn til að pissa sitjandi, það er hvort eð´er þeim fyrir bestu, verndar blöðruhálskirtilinn eða pissublöðruna eða eitthvað, man bara ekki alveg hvað það var) eða (eins og Hermann bróðir orðar það)frussuprumpa upp um alla veggi ---mér skilst það á fólki sem hefur unnið á svona stöðum þar sem erlendir ferðamenn hafa verið að fara á klóstið að það hafi einmitt lent í svona þrifum------og hvorki líkamlegt né andlegt ástand mitt bauð upp á svona hasar í dag