sunnudagur, ágúst 08, 2004

Hvað gengur sumu fólki til

Geisp geisp. Ég er búin að vera í vinnunni stanslaust síðan fyrir níu í morgunn, vildi óska að það nennti einhver að tala við mig.
Annars hefur það hvarflað að mér að ég sé alger snobbhæna, ég nefnilega er svoltið í því að taka eftir furðulegum múnderingum, ja á allakanta. Til dæmis varð ég vör við mann sem sem var sköllóttur, með örugglega mjög sítt að aftan því hann greiddi hárið aftan af hnakkanum og yfir skallann og festi svo herlegheitin með spennu í einhver örfá hár ofan við ennið. Hvað ætli þessi maður hafi verið að pæla þegar hann fór að heimann? Heldur hann að maður taki eitthvað minna eftir því að hann sé sköllóttur þegar hann er svona????? Er ekki bara málið að snoða sig þegar hárstaðan er svona????? (Hilda Rós ætlaði að fara fram á við Roberto að hann greiddi sér svona, smekkur fólks er greinilega misjafn)
Síðan kom maður hérna í gær sem var í svona líka skemmtilega barbie-bleikri skirtu, er ekki enn búin að átta mig á hvað honum gekk til, þar að auki var hann með sítt rautt skegg og skalla og sítt að aftan, alstaðar hár nema bara rétt á toppnum.

Engin ummæli: