þriðjudagur, ágúst 31, 2004

draumar

Hefur ykkur dreymt drauma sem eru svo raunverulegir að eftir á vitiði ekki hvort þeir voru draumur eða veruleiki?
Ég held þetta hafi komið fyrir mig. Ég uppgötvaði það nefnilega þegar ég var að fara að sofa í gærkvöldi að ég hefði horft á konu labba inn í Landsbankann (ekki í venjulega innganginn, heldur hinn) með fullt fangið af risastórum gulrótum. ????? Og var ekkert að kippa mér upp við það, hjólaði bara framhjá........ Ég veit ég er oft steikt í hausnum þegar ég er búin að vinna en..........mér finnst nú skrítið að ég skuli ekki hafa kippt mér meira upp við þetta. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem mig dreymir gulrætur, því mig dreymdi einu sinni að ég væri að tína gulrætur af tómataplöntum (furðulegt nokk)