mánudagur, ágúst 16, 2004

Góð byrjun????

Hafiði tekið eftir því að ef að dagar byrja illa þá skiptir stundum engu máli hvað þið reynið að taka ykkur fyrir hendur, ekkert gengur upp. Þið gætuð allt eins bara skriðið upp í rúm strax og beðið eftir næsta degi.

Ég finn það á mér að þessi dagur á eftir að verða vondur, mjög vondur.
Þetta byrjaði allt á því að ég svaf næstum yfir mig. Klukkan hringdi í morgunn, ég slökkti á henni og hélt svo áfram að kúra, vakna svo með andfælum, sjitt hvað er klukkan???! En ég náði samt á réttum tíma í vinnuna, eina mínútu í
Og hvað haldiði að hafi beðið eftir mér, stíflað klósett!!!! Þú þarft annað hvort að vera hálfiti til að stífla klósett á Íslandi eða hreinlega að gera það viljandi. Það er ekki eins og þetta sé Hondúras þar sem ekki má sturta klósettpappírnum niður...........
Það lá við að ég trompaðist í morgunn þegar ég sá þetta, þótt mér finnist það alveg frábært að fá að byrja morgunninn á að þrífa klósett, þá finnst mér það fullmikið af því góða að þurfa að fara dýfa höndunum(í hönskum) ofan í klósett að veiða fljótandi klósettpappír uppúr gulleitu vatni fullu af skítatægjum. Helvítis vanþakklátu útlendingar!!!!!!

Engin ummæli: