föstudagur, ágúst 27, 2004

Að úða eða ekki úða

Jæja nú er sumarið að verða búið og fólk hætt að úða.
Ætli það sé ekki merki um gott sumar þegar þú getur séð úðara í hverjum garði. Reynar fannst mér fólk fara fullgeist í úðarana sumstaðar. Þið vitið að sumir eru með alveg fullt af grjóti eða hellum og einhverjar nokkrar plöntur á strjáli. Ég varð svoltið vör við það í sumar að fólk væri með úðarann á þetta grjót hjá sér, reyndar hefur mér skilis að það sé alveg óþarfi að vökva grjót þannig að mér fannst nú hinn mesti óþarfi að vera með úðarann á þessar 5 stjúpur þarna í beðinu, sennilega hefði verið nóg að fara með tveggja lítra gosflösku þarna í beðið. Einnig skilst mér að það sé óþarfi að vökva bíla og þvott á snúrum. Nágrannar mínir voru nefnilega svoltið í því að vökva bílinn hjá foreldrum mínum, okkur til ómældrar gleði, það er náttúrulega ekkert skemmtilegra en að keyra um á doppóttum bíl þegar rykið skolast til á bílnum. Það reyndar slapp til með þvottinn en það var oft mjótt á munum, um hvort okkar hefði betur við eða úðarinn.