Þetta er tuttugasti og annar dagurinn sem ég vinn í röð, hef ekkert fengið frí síðan 4.ágúst, er að verða svoltið erfið á fætur á morgnana, geisp!!!!
Annars sá ég eftir því að hafa sofnað með hárið hálf blautt í gærkveldi því ég vaknaði með það alveg súper-dúper krullað öðrumegin en miklu minna krullað hinumegin, svo það var lítið annað hægt að gera nema skella teyju í það. (Vá hvað ég er farin að eiga lítið líf þegar ég er farin að tala um hárið á mér á blogginu)
Annars er ég nú svona í startholunum með BA-verkefnið mitt, ætla reyna skúbba því af í vetur, samt á það ekkert að vera neitt skúbbilegt, það á að vera 10e verkefni sem þýðir held ég svona sirka 60 blaðsíður+þýðinguna mína og á að skilast í fjórum eintökum, mér liggur við yfirliði þegar ég hugsa um þetta. (Ætli ég geti afsakað svona 1,2,3 ferðir til Reykjavíkur með ritgerðinni???? Kennarinn minn er náttúrulega í Reykjavík, ég þyrfti nú kannski að hitta hana einhverntímann)
Fólk virðist almennt hafa einsett sér að eyðileggja heilsuátakið mitt, Helgi bróðir kom áðan og gaf mér súkkulaði og svo er ég að fara í grillveislu um helgina...........hvað haldiði að verði um heilsuátakið mitt þá?!!!