Já ótrúlegt en satt þá fékk mín helgarfrí, það hefur nú ekki gerst síðan um Verslunarmannahelgi.
Helstu afrek helgarinnar voru:
-Að fara uppí Mývó með Ástu, Baldvini og Hildi. Höfðinn skoðaður, baðlónið og borgari á Gamla bænum prófað. 60°c í gufu, heitt!!!
-Þóttist ekki skilja spænsku í baðlóninu. Algerir dóna-spánverjar þar á ferð, kommenteruðu á appelsínuhúð miðaldrakvenna sem gengu niður stiga (framhjá þeim)!!!! vona að þær hafi ekki skilið spænsku heldur
-Heimsókn til Hódda, Rósu og Tryggva Snæs, komið í veg fyrir að Tryggvi færi að sofa á réttum tíma.
-12 bls þýddar í bókinni, þá er mín bara komin á bls 35, aðeins 80 blaðsíður eftir.
-Áfengis neytt: 0 einingar (nokkuð góður árangur!)
-Kg: -3 (síðan byrjun ág)
Ps. ég held að í dag hafi ég fengið óvenjulegustu spurningu sem ég hef fengið . "heyrðu ég keypti svona fiskibollur í vagúmpakka, -hvernig eldarðu það?"