Guð ég held ég geti farið að skrifa hrakfalla blogg, ég er nefnilega ótrúlegur hrakfallabálkur, sannkölluð Bridget Jones, nema ég toppa hana stundum.
Síðustu hrakföll mín eru:
*Fimmtudagur: Fór í grillveislu inn í Aðaldal (til Hildar á Búvöllum) og viltist!!!!!byrjaði á beygja upp réttann afleggjara en snéri svo við (því mér fannst ekki getað passað, að þetta væri sá rétti) og lenti næstum á Laugum. GERI AÐRIR BETUR!!!!
*Í gær:Var næstum búin að handleggsbrjóta mig með því að klemma mig á hurð, flestir klemma bara einn putta en mér dugar ekkert minna en að taka höndina af við olnboga. (var að flýta mér og fattaði að ég hafði gleymt að slökkva ljósið og teygi mig inn í herbergi en þá skellist hurðin á mig (ég hafði ýtt við henni svo hún lokaðist))
Ég ætti kannski að fara að endurskoða þetta með að fara á hjóli í vinnunna, það er ekki víst að það sé öruggt fyrir mig eða aðra............