miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Pyntingatæki

Allt í rólegheitum í dag, lítið að gera og ég að bíða eftir bæklingunum mínum svo ég geti sett þá upp í hillu.
Það eina sem er frásögu færandi núna í dag er að ég fór á hjólinu hans Helga í vinnunna, annann daginn í röð og núna er ég að deyja í rassinum, ég veit ekki hverskonar pyntingatæki þetta hjól er en ástæðan er kannski sú að Helgi bróðir er einum 20 sentimetrum hærri en ég og því er svoltið langt niður á pedalana fyrir mig, en ég samt að hugsa um að leiða það heim.