föstudagur, ágúst 13, 2004

Er eitthvað sem ég er að missa af?

Það hvarflaði svona rétt aðeins að mér í morgunn að ég væri búin að lifa í lygi alla mína ævi. Að allt það sem ég hef gengið að sem vísu væri bara bölvuð vitleysa, t.d. það að þegar er þoka og tíu stiga hiti þurfi maður að klæðast meiri fötum en þegar er 23 stiga hiti og sól. Þessu velti ég fyrir mér um leið og ég fylgdist með hlýrabolsklæddum súkkulaðidreng svamla í gegnum torfu af pollagallaklæddum túristum. Já hann stakk svo sannarlega í stúfa þessi drengur þarna.
Annars hef ég orðið nokkuð vör við það að einmitt þessarri týpu að drengjum virðist vera heitara en okkur hinum. Þið þekkið kannski ekki þessa týpu sem klæðist alltaf hlýrabolum eða prjónavestum, gallabuxum (á spáni hörbuxum), fer í ljós 3var í viku, með tattú sem nær utan um annann upphandlegginn og er oftast nær með aflitað eða kolsvart hár. (Alger klisja)
Er skylda að ganga í hlýrabol ef þú ferð 3var í ljós í viku og ert með tattú? Eða kemur það í veg fyrir að þér verði kalt? Eða er það kannski bara minna kúl að ganga í peysu? Guð forði þér frá því að missa kúlið, betra hlýtur nú að vera að drepast úr lungnabólgu

Engin ummæli: