laugardagur, júlí 17, 2004

Táin af við öxl

Æ Æ aumingja táin mín, ég er fótlama. Ég varð fyrir smá slysi í gær, opnaði baðherbergisdyrnar á litlu tánna á hægri löpp. Æ Æ það var ekki gott.......og núna er ég bara með hálfa nögl á tánni og............. plástur.Úff já ég lifi ótrúlega óspennandi lífi þessa dagana, engin vinna og ein heima með bræðrunum, sem eru aldrei heima, sem sagt ein heima og táin á mér eru stærstu fréttir úr lífi mínu þessa dagana (enn sorglegt og ég þarf ekki einu sinni hækjur til að ganga, bara plástur) Ég fann nú samt gamla vegabréfið mitt í gær, já ég held það hafi verið í gær, ég gerði svo dauða leit af þessu vegabréfi í fyrra sumar og satt að segja var ég farin að ímynda mér að það hefði verið brotist inn í íbúðina mína á meðan ég bjó á Kársnessbrautinni og því stolið með þessum 40 pundum sem voru inní því. En nei, nei, þegar ég fór að taka upp úr kössum í gær kom það upp með hinum bókunum, svona er það þegar maður ætlar að geyma eitthvað á svo vísum stað. Svo endar það á því að maður finnur hlutinn ekki einu sinni sjálfur.Svo fór ég líka á Baukinn í gærkvöldi, það kom mér svoltið á óvart að sjá svona mikið af fullorðnu fólki þarna, þá er ég að tala um yfir fertugu, og þar að auki vel við skál. Ég var t.d. spurð hvort ég talaði ennþá íslensku???? vitiði stundum efast ég, sérstaklega þegar ég hlusta á bræður mína tala saman, þeir nota orð sem ja samkvæmt mínum orðabókum eru EKKI til, t.d. sögnina "að lagga"-ég er ekki enn búin að komast að hvað þetta þýðir, en það hefur eitthvað með tölvur að gera, held ég.

Engin ummæli: