
Í fyrstu vikunni sinni í Valencia fór Didi á ströndina og skildi fartölvuna sína og gsm-síma eftir í íbúð vinar svo hún yrði nú ekki rænd á ströndinni. En svo óheppilega vildi til að þegar Didi og vinurinn komu heim af ströndinni að búið var að brjótast inn í íbúðina og auðvitað hafði þessi óprúttni aðilli haft tölvuna hennar og símann á brott með sér. Nú myndu margir halda að þessi manneskja gæti nú andað rólegar því ólíklegt sé að fleira af svipuðum toga gæti hent sömu manneskjuna í miljóna borg. En nei nei, það væri nú ekki frásögu færandi nema fyrir það að hún Didi bjó með rúmensku pari og tók maðurinn þessu rosalega ástfóstri við hana, þannig að hún átti nánast því fótum fjör að launa.
Rúmenski maðurinn:(á meðan Didi borðar morgunnmatinn)-Þú ert svo falleg -þú ert svo falleg -Alveg eins og Tiramisú. (Hver yrði nú ekki upp með sér við svona hól?)
Síðan bankaði rúmenski maðurinn uppá hjá Didi einn morguninn, Didi opnar dyrnar, og hvað haldiði???? Þá stóð maðurinn alsber fyrir utan dyrnar hjá henni og sagðist vilja fara með henni á ströndina. Þennann dag flutti Didi út. (ljái henni hver sem vill) Og einmitt þennann dag flutti hún inn til okkar og var í nokkra daga þar til hún var búin að finna nýja íbúð. Daginn eftir komst Didi að því að kærastinn hennar væri búinn að vera týndur í Alaska í viku, þ.e. hann hafði ekki skilað sér á réttum tíma úr kajakferð sem hann hafði farið í með vini sínum.
Enn gæti fólk haldið að nú væri hrakförum Didiar lokið en nei svo er nú ekki því að u.þ.b. viku seinna fer Didi á hjólinu sínu í partý í Ciudad de Artes y Ciencias og ekki vill betur til en svo að forláta bláa reiðhjólinu hennar er stolið.
Og enn gæti fólki dottið í hug að loksins væri hrakförum Didiar lokið en nokkrum dögum síðar fer Didi á djammið í Carmen og í þetta skiptið var hún vel undirbúin, enginn átti að geta rænt hana. Didi hafði fjárfest í hengilás á veskið sitt. En samt sem áður tekst óprúttnum aðillum að hafa á brott með sér nýja símann hennar Didiar sem hafði einmitt verið í veskinu með hengilásnum. Einhver galdramaður þar á ferð.
Þess má geta svona í lokin að ég var aldrei rænd í Valencia, reyndar þekki ég tvær aðrar stelpur sem voru rændar en engann sem var svona óendanlega óheppinn eins og Didi
Engin ummæli:
Skrifa ummæli