fimmtudagur, júlí 22, 2004

BA pælingar

      Barn þarfnast níu mánaða til að fæðast en einungis eina sekúndu þarf til að maður deyji. Ein mínúta var nóg til að breyta lífi mínu. Mínútan þegar síminn hringdi og fjarlæg rödd Jean Charles ýtti mér út í leit sem ég endaði á að týna mér í.
     Jean Charles hafði verið besti vinur minn. Það voru aðrir tímar, orðatiltæki eins og “besti vinur” höfðu ekki einungis þýðingu heldur voru þau oft notuð.
    Á einni mínútu á októberkvöldi braust vinur minn inn í líf mitt með ærandi hringingu símans.
    -Antonio, Antonio..-Ég þekkti röddina ekki aftur, en hún mælti nafn mitt-. Antonio, þú verður að hjálpa mér.
    Klikk. Sambandið slitnaði. Ég kannaðist við röddina, jafvel þótt ég hefði ekki heyrt hana í marga mánuði.
    Síminn hringir aftur. Núna jú.
   -Antonio, þetta er Jean Charles...-og aftur bylja klikkin á tólinu hjá mér.
   Þetta var, hafði alltaf verið rödd vinar míns, Jean Charles, ef orðið vinur hafði einhverja þýðingu fyrir mig ennþá.
   Ég ýtti við uppþornuðu eintaki af El banquete eftir Platón og heilu fjalli af myndasögum eftir Milo Manara með fætinum, þar til ég sá bók með rauðri kápu, þar sem ég geymdi líf mitt, koma undan bunkanum. Þarna geymdi ég símanúmer Jean Charles. Áður fyrr kunni ég það utan af en ég gleymdi því daginn sem ég kom að Ofélie með öðrum manni.
   Mér hefur alltaf fundist að það væri hægt að vita hvort einhver væri heima bara á hljóðinu á hringingunni; þetta málmkennda hljóð bar vitni um að hann væri ekki heima. Hann hafði ekki hringt í mig heiman frá sér. Enginn getur talað með örvæntingarfullri röddu sitjandi á þægilega indverka rúminu hans Jean.
   Í þriðju tilraun svaraði kona drukkinni röddu: “Jean Charles býr ekki lengur hér”.En hann hafði hringt í mig af einhverjum óþekktum stað, og mælt furðulega hræddri röddu. Jean Charles var án efa furðulegur maður, en eitthvað skelfilegt hlaut að hafa hent hann til þess að hann.............................

 Langar einhvern til að heyra meira????(Commentin!!!)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já mar þetta er ekkert smá spennandi ég var alveg farin að lifa mig inní þetta!!!

Vallý