þriðjudagur, júlí 27, 2004

Hvað er EIGINLEGA að?????

Ég veit ekki hvort einhverjum öðrum hefur orðið á að horfa á Húsavíkursjónavarpið nýlega en upp á síðkastið hefur oft hvarflað að mér að ég hafi óvart ferðast í tíma. Nú fyrir þá sem ekki vita þá er verið að sýna tónlistarmyndbönd á þessarri stöð og þar að auki allann daginn, það er svo sem ekkert að því enda finnst mér það hin ágætasta skemmtun að horfa á tónlistarmyndbönd og ég væri nú sennilega ekkert að minnast á þetta nema bara af því að ekkert kom út á þessu ári. Lunginn af þessum myndböndum er af níunda áratug síðustu aldar. Áðan sá ég til dæmis myndband með David nokkrum Bowie þar sem hann var einmitt íklæddur leðurbuxum, ber að ofan og með sítt að aftan (sem mig grunar reyndar að sé að koma aftur í tísku, mér til ómældar ánægju ;( )
Við systkinin höfum jafnframt verið að velta svoltið fyrir okkur tónlistarvali Frikka í Bókabúðinni. Hvernig stendur á því að hann velur svona mikið af Tekknói? Maður sér hann nú ekki beint fyrir sér vera að dansa við það. Og hvað er með öll þessi lög með AHA (eða hvernig það er nú skrifað)?
Hvernig stendur á því að það er farið að sýna tónlistarmyndbönd þarna allann daginn? Er kannski búið að sýna öll leikrit sem sett hafa verið upp í bænum? Og kannski öll heimamyndbönd líka?

Engin ummæli: