miðvikudagur, júlí 21, 2004

Í djúpum..............

Hemmi bróðir á afmæli í dag (til hamingju með það!!) en það væri nú ekki til frásögu færandi nema af því að ég er einmitt að passa hann núna. (foreldrarnir í Danmörku) Mamma hringdi í  mig í gær og fræddi mig um það að litla barnið hennar ætti afmæli daginn eftir (reyndar þurfti hún líka að minna afmælisbarnið á það sama) og var óskað eftir því að ég myndi baka handa honum. (já og þarna liggur hundurinn grafinn) Helvítins kakan.
Já eftir að hafa talað við móður mína, spyr ég Hermann  hvað baka skuli og byrjar hann á því að óska eftir einhverju marens dóti með ávöxtum, súkkulaði og ég veit ekki hverju (no way in hell!!!) og var þá sæst á köku með súkkulaðirjóma og perum, hljómar nógu einfallt en er það ekki.
Byrjaði á að baka eitthvað sem heitir svampbotnar, það var svona nokkurn vegin hálvitahellt, líka það að setja inn í þessa köku, en svo var það helvítins súkkulaðirjóminn....................sem skildi sig tvisvar!!!! Ekki spyrja mig af hverju, ég skil það ekki.................kannski að einhver hafi hrekkt kúna sem rjóminn kom úr, eða eitthvað, eða hann hafi verið gallaður, eða að ég hafi bara ekki haft hugmynd um það sem ég var að gera (sem mér finnst reyndar líklegra).      Nú jæja, nú var Hemmi kominn ofan í skálina hjá mér og búinn að taka stjórnina, hann reyndar var búinn að hafa yfirumsjón yfir þessu öllu saman og það var honum að kenna að rjóminn skyldi sig í fyrra skiptið.
Nú jæja rjóminn komst svo loksins á kökuna í þriðju tilraun og situr núna í ískápnum, spurningin er hvort við tímum nokkuð að borða hana, en við erum alla vegana búin að taka mynd....

Engin ummæli: