...en er ekki hægt að koma sumu fólki í vinnu?
Þá er ég aðallega að tala um þetta lið sem er í gjörningum. Ég sá konu í sjónvarpinu um daginn sem greinilega hafði alltof mikinn frítíma. Hún var búin að hengja upp fjöldann allann af hekluðum dúkum, fylla baðkar með vatni, síðan var hún bara þarna að dandalast með málningu og pensil, í hvítum kjól og mála eitthvað upp í loftið og á gólfið svona á milli þess sem hún buslaði eitthvað í baðkarinu.
Síðan var maður sem var búinn að byggja eitthvað sem einna helst líktist leiksviði í barnaleikriti. Þarna var lítið hús, tjörn, yfir tjörninni var síðan lak lá sem haldið var uppi af gasblöðrum. Þetta hefði verið voða sætt ef að gjörninginn hefði átt að nota í barnaleikrit. Mér skildist að gjörningurinn í þessu verki hafi einna helst verið blöðrurnar sem héldu uppi lakinu...
...mér leiðist að fólk sé á launum við svona vinnu.
fimmtudagur, apríl 17, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli