sunnudagur, mars 30, 2008

Rosalega er ég þakklát....

...-að eiga ekki glænýjann bíl. Hugsaði ég eftir að hafa þvegið bílinn minn í dag og skoðað skemmdir vetrarins á dökkbláu lakkinu... Pakkið sem á bílastæðið við hliðina á mínu hefur svo sannarlega framið skemmdarverk á hægri hliðinni, þar hafa birst c.a. 8-10 lóðréttar hvít-silfraðar línur. Það eina sem ég get huggað mig við er að bíllinn, sem í fyrra leit svo þokkalega út þrátt fyrir að vera orðinn 10 ára gamall, myndi hvort'eð er ekki seljast á meira en 150.000 ikr. En ég var svo sem ekkert að hugsa um að selja hann Jónas minn.

Aumingja Jónas.

5 ummæli:

Andri Valur sagði...

Sæl. Rambaði inn á síðuna þína.
Tékkaðu á nýstofnaðri bekkjarsíðu
www.80.bloggar.is

kv Andri Valur

Nafnlaus sagði...

Aumningja Jónas, En Maggi minn lítur bara ágætlega út, á amk enga svona nágranna sem eiga svona bíl sem skilur eftir "gjafir" á bílnum

Nafnlaus sagði...

Uss.. Maggi hefur líka verið ofverndaður að ég held fyrir minn tíma. Toppeintak.

Jónas? Hvenær fannstu það fína nafn á gripinn Svansa?

Nafnlaus sagði...

Marta mín, það varst nú eiginlega þú sem gafst honum þetta nafn. Ég mátti ekki láta hann heita Tómas tvö, af ástæðum sem við skulum ekki fara út í.

Nafnlaus sagði...

Æj en gaman og mikið er maður nú fljótur að gleyma, ekki er maður nú einu sinni ljóshærður lengur :)
Mér finnst alveg ómögulegt að nefna tvo bíla sama nafni, ef mig minnir rétt þá hét glæsikerran Galantinn Tómas ekki satt?
Annars er minnið samt komið aftur ;)
Kv Marta