...þá ætla ég að segja eina sögu sem lætur mig deyja úr hlátri í hvert skipti sem mér dettur hún í hug...
Við stórar umferðargötur úti á Spáni eru oft svona klefar eins og hér til hægri, nema þegar enginn er í þeim þá eru rimlarnir oftast dregnir fyrir.
Hann Diego, vinur minn var búinn að búa upp undir ár á Spáni þegar hann uppgötvaði hinn raunverulega tilgang klefana. s.s. að selja lottómiða til styrktar landsamtaka blindra spánverja (organización nacional de ciegos espanoles=ONCE).
Áður en hann Diego komst að hinum raunverulega tilgangi þessara klefa, hélt hann að þarna inni væri fólk sem fylgdi blindum yfir götur, skiljanlegur misskilningur, sérstaklega þegar maður horfir á myndina.
Ég man að mér datt í hug að kannski á Spáni hétu samtök homma og lesbía Once (ellefu). Ég hef nefnilega aldrei skilið afhverju þessi samtök þurfa að bera tölu á Íslandi. Það verður bara til þess að ég ruglast og segi samtökin '76 nei '66 nei '67 nei '78
Þessir klefar eru mjög algengir, sjálfsagt yfir 100 talsins bara í Valencia, þannig að ég veit ekki hvað hann Diego hélt að væru margir blindir á Spáni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli