sunnudagur, mars 06, 2005

Þvílík leti

Já svo ég upplýsi þetta nýja nýyrði, þysja, þá er það notað um zoom á myndavélum, þá á maður víst að segja þysja í staðinn fyrir að "súmma".

Annars var ég í borg bleytunnar um síðustu helgi ( hún reyndar sleppti þvi að vera sérstaklega blaut í þetta skiptið). Það var mjög fín ferð, þótt ég hafi eytt 5 tímum í hlöðunni (þjóðarb...). Ég varð þeirrar gjæfu aðnjótandi að sjá bæði Ylfu og Lísu úr idolinu á strjáli þarna einhversstaðar. Annars var þetta bara svona hefðbundin borgarferð hjá mér. Ég sleppti því algerlega að heimsækja ættingja, ég hitti að vísu Soffíu frænku í kringlunni en...........
Það er annars merkilegt hversu álit manns á hlutunum geta breyst, ég hef aldrei verið mikið fyrir að sitja í hlöðunni, oft fundist það frekar þrúgandi, fullt af fólki að reyna vera hljóðlátt en tekst illa upp, núna fannst mér það bara fínt.
Ég lenti að vísu í svolitlu fyndnu í hlöðunni, ég bað um ritgerð sem var vitlaust skráð en fannst eftir svotla leit. Konan sagði að ég mætti alveg fá að skoða hana, þ.e. ef ég yrði sjáanleg, ef ég færi ekki langt. Reyndar hafði þetta eitthvað með það að gera að hún gat ekki skráð ritgerðina á mig þar sem hún var vitlaust skráð. Mér leið bara eins og ég væri hinn versti þjófur, rétt eins og ég myndi fara að stela ritgerð !!!!!!!!!!!!!
Ég verð samt að viðurkenna að ég verð stundum ferlega forvitin þegar ég skoða svona ritgerðir, þá aðalega um það hvað nemendurnir hafi fengið í einkunn. Annars sé ég alveg mun á því hvernig þær eru unnar, sumt finnst mér flott og annað hreint og beint barnalegt, aldrei myndi ég fara að hafa undir titilinn "Mis problemas" (Vandamál mín), þá átti höfundur við vandamál sem hún lenti í í sambandi við þýðinguna sína, ég held ekki að hún hafi farið út í sín persónulegu vandamál í BA-ritgerðinni sinni, og vona ekki.

Já, Tótla, ég er semsagt að gera BA-ritgerðina, er að gera svona þýðingarverkefni. Er búin að þýða heila bók (að vísu stutta) og ætla svo að gera 10 e ritgerð, 60 bls, að mér skilst, ekki það að mér sýnist að mér endist aldur til þess, ég vildi að ég mætti telja þýðinguna inn í ritgerðina því að þá ætti ég bara 2 bls eftir ;) En þetta kemur víst allt með kalda vatninu :)


Síðan var haldið þetta svakalega partý á Rauðarárstígnum, það endaði reyndar ekki með eldsvoða eins og síðast, enda aðeins fámennara en síðast, eða hvað? Skiptum við ekki bara Svenna og Benna út fyrir vini Baldvins, og Benna og gítarnum út fyrir Tanju? En vinir Baldvins eru ólíkt rólegri en Svenni & co.

Síðan kom Marta í heimsókn frá Baunalandi í þessarri viku, við fórum á Sölku og lentum á árshátíð FSH. Gaman Gaman. Birkir er víst farinn að múta NEF til að hafa ekki ball og banna áfengisneyslu á árshátíðinni, sem síðan endar í því að 16-18 krakkarnir eru full úti á götu og hin fara bara á barina. Er það bót í máli?