Ég lenti í heimsókn til frænku minnar um daginn. Það í sjálfu sér er nú ekki til frásögu færandi nema þessi vel menntaða kona á fimmtugsaldri virðist alltaf þurfa að vera gefa mér ráðleggingar um það hvernig ég á að haga lífi MÍNU, þ.e. segja mér hvað ég ætti að vera að gera í stað þess sem ég er að gera (engin leið að gera alla ánægða), og oft og iðulega virðist flaumurinn berast “ástar”málum mínum.(alltaf jafn gaman að ræða það við ættingja)
–“Eru engir sætir strákar í spænskunni?”(þetta var á öðru árinu mínu)-“Jú jú þessir 2 eru voða sætir” : )
Núna í þetta skiptið snérust málin um það að ég væri nú að verða 25 ára og þurfi því endilega að fara gifta mig, já það eru hennar orð GIFTA MIG!!! (maðurinn hennar stakk reyndar upp á því að ég færi í kolaportið, þ.e. ekki til að gifta mig, heldur til að finna mann). Sem sagt ættingjaheimsókn dauðans.
Hvar finnur maður annars svona........ menn? Ég er búin að prófa djammið, og ekki virtust þessir tveir í spænskuni hafa áhuga........ Annars virðist ég vera alveg einstaklega lunkin í að laða að mér svona súper pesado náunga(þreytandi, uppáþrengjandi), sem engin leið virðist að losna við. Ég gleymi aldrei einum bókmenntafræðinema sem ég hitti einu sinni í miðborg Reykjavíkur. Hann var sko klisja. Ræddi við mig um spænska kvikmynd sem komið hafði út á vídjói vikunni áður, sem hvorugt hafði séð og hnykkti svo út með Manu Chao, allt eftir það að ég hafði sagt honum að ég væri að læra spænsku, ég held ég hafi alveg átt að falla fyrir honum bara fyrir að geta nefnt eina spænska kvikmynd, sem hafði komið út á vídjói vikunni áður og var auglýst í gríð og erg og af því að hann gat sagt Manu Chao, hver veit ekki hverjir þeir eru? Ég man hvað mér þótti þessi strákur brjóstumkennanlegur, hann skaut sig gersamlega í fótinn, þetta hefði virkað á stelpurnar sem höfðu VERIÐ á Spáni, þarna á þessum tíma hafði ég engann áhuga á Spáni. Aldrei hefur leiðin niður á Lækjartorg frá Hverfisbarnum virtst jafn löng og það hefði verið óskandi að ég hefði fattað að lát’ann hafa annað númer en mitt eigið, það hefði sparað margra vikna stokkeringu.
Svo var það sá nýfráskildi sem króaði mig af inni á klósti og fræddi mig um þá fyrrverandi..........sá svo greinilega eftir því og tók svo þann pólinn í hæðina að heilsa ekki daginn eftir, mánuðina á eftir, bara alls ekki. Sumir eru greinilega ekki að höndla áfengið.
Svo er það sá síðasti sem elti mig um allann barinn, sama hvað ég snéri upp á mig, og elti mig langleiðna heim. Ég var orðin hálf hrædd við hann, og farin að hafa áhyggjur af því að ég myndi þurfa að skella útidyrahurðinni á nefið á honum eða láta pabba henda honum út, ja eða Helga bróður.
(Svo er verið að tala um að stelpur séu þurfandi/needy)
Hvað er að?
Ég neita að taka sökina alfarið á mig. Jú auðvitað gæti ég verið dónalegri og meira fráhrindandi en.............kannski lítið á því að græða. Ætlí fleiri eigi við þetta vandamál að stríða?
En hvað gengur fólki til að vera yfirheyra ættingja sína um einkamál þeirra. Mínir ættingjar eru heppnir að ég tek svona spurningar ekki nærri mér, en mér finnst þær leiðinlegar. Og í þetta skiptið gekk hún frænka mín fram að móður minni, henni fannst þetta fullmikil stjórnsemi. Og til hvers að spyrja? Ef þú ert að byrja samband og vilt ekki að það fréttist, segirðu ekki frá því. Ef þú ert í sambandi og það má fréttast, þá fréttist það örugglega, alla vega í minni fjölskyldu.
Annars er ég að að hugsa um það að setja svið leikþátt næst þegar þessi frænka fer út í þessi mál, láta hana fá taugaáfall. Væri það ekki fyndið ef ég brotnaði saman hjá henni og segði að þeir séu allir svo vondir við mig og bla bla bla. Væri það ekki frábært atriði? Hún myndi örugglega ekki spyrja aftur, þ.e. eftir að ég springi úr hlátri
miðvikudagur, mars 30, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli