laugardagur, mars 19, 2005

En nóg af leti

Ég get svo svarið það að ég er búin að liggja í dvala síðan ..................ég veit bara ekki hvenær. Ég veit ekki alveg hvort ég á að kalla þetta leti eða bara snert af þunglyndi.................maður verður þunglyndur af því að hringla ein í bakaríinu 5 tíma á dag, hina þrjá eru einhverjir þarna........... En mín hristi af sér þunglyndið í gær og fann sér aðra vinnu, en á því miður bara að byrja 23.maí. en þangað til verður maður víst að drepa tímann í Bakaríinu, alveg upp á síðasta dag. Bossinn ekkert happy yfir því að maður sé að hætta á þessum tíma, annars á ég nú bara mánaðar uppsagnarfrest. Það endar örugglega á því að ég þarf að vinna til 21.maí, ég sem hafði ætlað mér að fara í svona eitthvað sem kallað er frí áður en ég byrjaði í nýju vinnunni, en í staðinn verð ég bara að safna peningum.
Er eiginlega svoltið fúl því mig virkilega langaði að fara í frí með Ástu, Baldvini og kó, ja eða fara til Baunalands og kíkja á Hildu og Mörtu (kannski, ef hún vill fá mig???) En maður getur nú varla skilið aumingja Maju eftir eina í pleisinu, aleina, þó hún sé hörkutól

Það hefur annars ekkert gengið í ritgerðinni, ætli ég endi ekki á að skila henni 3.jan........og útskrifast þá í lok feb. Ég veit ég er snillingur í því að humma hlutina fram af mér, þótt ég viti vel að illu er best aflokið, það hugsa ég alla vegana þegar ég fer í uppvaskið á morgnana (sem ég lendi af einhverjum ástæðum alltaf í) Sem minnir mig á það að ég ætti að fara hringja í ökukennarann hans Helga, Já afhverju ætti ég að fara gera það? Nú af þvi að ég veit að hann gerir það ekki sjálfur. Sennilega feimni við að hringja í ókunnuga.