Já það er nú ótrúlega langt síðan síðast og ég búin að framkvaema alveg fullt. En það hefur verið alveg einstaklega erfitt fyrir mig að blogga því hann lyklaborðaböðull (þ.e. Helgi) hefur verið einstaklega skapvondur og núna á þessu lyklaborði er ekki haegt að gera aí og kommu. (á hinu var annaðhvort ekki haegt að stroka út eða þú varðst að stroka út allt sem þú varst að skrifa (komma) sem betur fer er ég ekki að gera BA-ritgerðina mína á þessa tölvu)
Jaeja hvað er maður svo búinn að vera bardússa síðan síðast?
Ja maður er búinn að vera að vinna og svo fór ég til Reykjavíkur um síðustu helgi (komma) að nafninu til til að vesenast í BA-ritgerðinni en endaði svo á djamminu með partýgengi GunnaGunn http://gunnigunn.blogspot.com en staesta plúsinn faer náttúrulega sú sem toppaði sjálfa sig og týndist og kom heim í lögreglufylgd (komma) geri aðrir betur!!!!
Annars er lítið að frétta. nema að Húsvíkingar eru enn jafn forvitnir og lélegir að fara rétt með sögur og velta fyrir sér hlutum sem þeim koma engan vegin við