Ha ha ég lenti svotlu ótrúlega fyndnu í dag, ég fór með Ricardo í búð og þar voru ekki fleiri né faerri en 3 aettingjar, Helga Dóra, Amma og Soffia. Þegar ég sá Soffiu fara þriðju ferðina í kringum rekkann grunaði mig að kannski vaeri að njósna um mig. og það var rétt. Svo erum við bara þarna að versla og lendum í að maeta þeim.....................þá heyrist í Helgu -"Við erum svo forvitnar að við erum bara hreinlega með verki." (-"þá verðiði bara að hafa verki" varð mér að orði) Ég verð nú að viðurkenna að mér leist nú ekki á það þegar ég sá þaer koma í halarófu á móti mér...................var alveg eins búin að sjá það fyrir mér að nú yrði mér ýtt út í horn, vasaljósið dregið upp og lýst í augun á mér. -yfirheyrsla-
Jaeja þetta var nú það sem ég vildi tjá mig um í dag...................forvitnin leynis víða